Fjórar andarnefjur í Pollinum

Andarnefjustofninn í Norður-Atlantshafi er greinilega búinn að uppgötva hversu mikill sælureitur Eyjafjörðurinn er. Nú eru þær orðnar fjórar andarnefjurnar í Pollinum. Ég skrapp inn undir leirurnar í hádeginu. Þar var fjöldi fólks eins og fyrri daginn að fylgjast með og um tíma var þetta orðið spurning hver væri að horfa á hvern því hvalirnir komu alveg upp að landi. Annars virtust þeir alltaf synda ákveðinn hring sem tók svona tíu til fimmtán mínútur. 

Andarnefjur_4 Andarnefjur_3 Andarnefjur Andarnefjur_1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk!

Björk (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gaman að þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 14:44

3 identicon

Þessir hvalir eru nú að verða skemmtilegur hluti af menningu Akureyrar, þarna safnast saman haugur af fólki hvern einasta dag.

Andrir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Skemmtilegar myndir. En heita þessi kvekendi ekki andanefjur?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.9.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Samkvæmt orðabók eru það andarnefjur Helga Guðrún.

Haraldur Bjarnason, 12.9.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hvorki rengi ég þig né orðabókina, minn ágæti vin.

Seint rjátlast af manni gamlar aulavenjur; þarna trúði ég því eins og hver annar bjálfi að Morgunblaðið færi ekki með rangt mál. Grow up, Helga!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.9.2008 kl. 19:13

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er nefið á kvekendinu sem hún dregur nafn af það er alveg eins og á önd.

Haraldur Bjarnason, 12.9.2008 kl. 19:16

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég þekki þannig mann líka!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.9.2008 kl. 19:31

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Andrés!!!

Haraldur Bjarnason, 12.9.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband