Bévítans klukkið

Hann Runólfur Jónatan Hauksson sendi á mig eitthvað sem heitir klukk um daginn. Þetta er vist nokkurs konar keðjubréf sem maður má ekki slíta. Ég hef alltaf verið mótfallinn keðjubréfum en læt undan núna. Var í mestu vandræðum með að svara en þetta varð niðurstaðan.

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Sjómennska og verkamannastörf

Prentari

Vinnuvélastjóri

Blaða- fréttamaður

 

Fengist við ýmislegt fleira

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

 

Á yngri árum var ég hreinlega alltaf í bíó enda Roy Rogers sýndur sjö sinnum í viku hjá Jóni í Bíóhöllinni á Akranesi. Trygger kom alltaf til Roy þegar hann blístraði en þegar Roy var farinn að blístra á Wylisinn sem tók við af Trygger hætti ég að fara í bíó í mörg ár en þessum myndum manég eftir

 

Roy Rogers, (sennilega yfir 50 myndir)

Silent Movie ( frábær þögul mynd, þar sem einu sinni kom fyrir orð: No)

Nýtt líf (og raunar allar myndir Þráins Bertelssonar)

Brúðguminn (og líka mynd Balta sem tekinn var upp á Norðfirði, man ekki nafnið)

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

 

Akranes, Neskaupstaður, Egilsstaðir, Akureyri ( svo líka smá í Reykjavíkurhreppi)

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

 

Horfi ákaflega lítið á sjónvarp utan frétta. Leiðist amrískar yfirborðskenndar sápur, sem tröllríða íslensku sjónvarpi. Horfði þó á einhvern danskan sakamálaþátt sem ég man ekki hvað heitir og líka þenna danska um örninn, set hann efstann.. Svo hef ég gaman af Bubbi byggir þegar ég hef horft á hann með Marinó Bjarna, afastráknum.

 

 

Örninn

Kastljóst

Út og suður

Bubbi byggir

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Köln og allt þar í nágrenninu

Bandaríkin, austurströndin

Noregur frá Osló norður til Bergen

Færeyjar (nokkrum sinnum)

(Þetta eru þeir minnisstæðustu, svo er náttúrlega hver einasta krummaskuð á Íslandi, og nánast Ísland frá fjöru til fjalla, smá viðkoma í Englandi, Danmörku en aldrei til sólarlanda komið og langar ekki par þangað)

 

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

 

barnanet.is/magnason

skessuhorn.is

ruv.is/austurland

austurglugginn.is

(auðvitað svo mbl.is - visir.is - dv.is og margt fleira)

 

 

 

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

 

Skata

Saltfiskur (bæði soðinn og steiktur)

Lax

Silungur (bæði bleikja og urriði, hvort sem er steiktur eða soðinn)

(margt annað t.d íslenskt lambakjet, reykt svín, humar, skelfiskur og bara að nefna það..)

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

 

Ég lifi (Martin Grey)

Íslandsklukkan (Laxnes)

Fljótsdælasaga (höfundur ókunnur)

Íslensk orðabók Menningarsjóðs

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka.

 

Hverja á ég svo að klukka. Ég vel nokkra bloggvini og vorkenni þeim heilmikið:

 

gullilitli http://gullilitli.blog.is/blog/gullilitli/

pelli http://pelli.blog.is/blog/pelli/

holmdis http://holmdish.blog.is/blog/holmdish/

hafsteinn viðar http://hva.blog.is/blog/hva/

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sko, varst ekki lengi að þessu ...........hvað er konan þín kölluð?

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Gulli litli

Er búinn ad ganga í gegnum Þennann klukkuleik.....sorrý...

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Heyrðu er það gulli minn, sorrý, klukka Sigrúnu í staðinn.

Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það gengur ekki heldur. hvern á ég þá að senda þennan skepnuskap á? Eru tillögur.

Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hérna kom það. Ég klukka Saxa á Seyðisfirði http://saxi.blog.is/blog/saxi/

Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það sem þú vilt að aðrir gjöri yður það skalt þú og þeim gjöra

Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hólmdis einhverju sinni var sagt að þegar maður á svona vini þá þarfnast maður ekki óvina

Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mikið rétt Haraldur við þurfum ekki óvini á okkur...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.9.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

ég lofa að klukka hvorki þig né annan í framtíðinni...............

Runólfur Jónatan Hauksson, 10.9.2008 kl. 23:45

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég fyrirgef þér núna Runólfur en Hafsteinn maður lætur oft hafa sig í allskonar vitleysu.

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 00:02

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góður...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 01:53

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður?............nei hann er sko ekkert góður

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 02:32

13 identicon

Jæja þetta var nú ekki svo erfitt, gaman að vita að Roy Rogers hafi heltekið þig í æsku:)

Andrir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:35

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Andri farðu í það að leita af Roy Rogers á dvd.

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 23:18

15 identicon

Fer í það, hlýtur að vera hægt að finna þetta á dvd, en ekki víst að hann sé til með íslenskum texta.

Andrir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband