Frá Borgarnesi inn á Hvalfjarðarveg

Bílvelta við Borgarnes, segir í fyrirsögninni. Seinna í fréttinni er svo sagt frá hvað gerst hafði: Tildrög slyssins eru þau að ökumaðurinn, sem ók í suðurátt, misreiknaði sig þegar hann ætlaði að taka vinstri beygju inn Hvalfjarðarveg. Bifreiðin fór yfir upphækkaða umferðareyju, lenti á akstursstefnumerki og valt á veginum. - Nú veltir maður fyrir sér hvar við Borgarnes er hægt að taka vinstri beygju inn á Hvalfjarðarveg. - Miðað við lýsingu hefur þetta verið neðan við Lambhaga, þar sem gömlu Akranesvegamótin voru. Þaðan er talsverður spotti til Borgarness, líklega einir 20 kílómetrar. Mun styttra er til Akraness. Ekki í fyrsta sinn sem skrifarar mbl.is upplýsa fákunnáttu í íslenskri landafræði.

Viðbót kl 20:39. Jæja mbl.is er búið að færa bílveltuna í fyrirsögn frá Borgarnesi að Hvalfjarðarvegi. Hafa litið á landakort. Batnandi mönnum er best að lifa. Takk fyrir að lesa bloggið mitt.


mbl.is Bílvelta við Hvalfjarðarveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef mogginn lygi aldrei um landafræði, þá væri ég enn týndur & rataði ekki heim.

Steingrímur Helgason, 8.9.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Allt átt þú undir mogganum Zteingrímur......Zemzagt lítið væri undir þér án hans.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband