Er verið að festa verksmiðjuna í sessi fyrir annað en sementsframleiðslu?

Það sem einna helst er kannski að óttast fyrir Skagamenn ef þessi drög að starfsleyfistillögu fyrir Sementsverksmiðjuna verða samþykkt óbreytt er að þá sé verið að tryggja að verksmiðjan verði starfrækt á sama stað þótt sementsframleiðslu verði hætt. Jafnvel að hún verð þá bara notuð til að eyða úrgangi. Ekki er víst að sú starfsemi sé endilega mengandi en vanda þarf vel umgengni við hráefnið og reynslan segir okkur að þar hefur sementsverksmiðjan ekki verið til fyrirmyndar í gegnum tíðina og skeljasandurinn frá henni angrað nágranna.  Í drögunum er nefnilega gert ráð fyrir að nýr eigandi geti framlengt starfsleyfið með sérstakri umsögn en ekki þurfi nýtt starfsleyfisferli að koma til. Þannig eru kannski núverandi eigendur að tryggja verðmæti verksmiðjunnar þótt sementsframleiðslu verði hætt. Þá er gildistíminn óvenju langur eða 16 ár, aleg til 2024. Það er hvergi minnst á sorp í þessum drögum að starfsleyfi eins og haft er eftir bæjarstjóranum í fréttinni, eingöngu flokkaðan úrgang.

 Annars má sjá þess drög hér http://www.ust.is/media/2008//Sementsverksmidjan180708.pdf Þetta er nokkuð sem þarf að gaumgæfa vel og ástæða fyrir Skagamenn að fjölmenna á kynningarfundinn en frestur til að skila athugasemdum er til 19. september.

IMG_8581 Frá Akranesi í sumar. Þarna rýkur úr sementsverksmiðjuskorsteininum yfir bæinn


mbl.is Pappír og plast í ofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband