Sama gerist hér
3.9.2008 | 21:58
Þetta hefur auðvitað legið nokkuð ljóst fyrir lengi. Sama gerist hér á landi. Smæstu jöklar hverfa á okkar tíma, sem nú lifum, en þeir stærstu hanga nokkuð lengur. Bráðnun verður meiri og t.d. hvað Vatnajökul varðar þá verður bullandi orka frá Kárahnjúkum næstu áratugi en svo færist sá tími alltaf fram sem yfirfall verður úr Hálslóni og þá verður Jökla ekki lengur tær. Spurning hve lengi virkjunin endist. Förum nú að snúa okkur að veiðum á fisktegundum sem eru að gera sig heimakomnar hér úr hlýrri sjó en verið hefur hér. Gerum það áður en stóriðjurnar verða rafmagnslausar. Makríllinn er gott dæmi, skötuseur er kominn upp í fjörur. Svo er annað andanefjur hafa spókað sig og gera enn á Pollinum við Akureyri þótt við veiðum þær ekki.
Íshellur brotna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.