Fangelsi eldri borgara á Seyðisfirði

Legg til að ríkið setji upp sérstakt fangelsi fyrir eldri borgara á Seyðisfirði. Flestir fíkniefnainnflytjendurnir sem þangað koma eru komnir á efri ár. Sá ágæti fjörður hefur líka orðið hornreka í atvinnuuppbyggingu á Austurlandi og Seyðfirðingar hafa svo sannarlega þurft að hafa fyrir sínu sjálfir meðal annars uppbyggingu vegna komu Norrænu. Ríkið kom ekki að þeirri uppbyggingu í nokkrum mæli fyrr en fyrir nokkrum árum þegar útséð var með að engan veginn gengi að gera út farþegaskip til Evrópusiglinga frá Reykjavík, vegna þess hve siglingaleiðin er löng. Öll uppbygging á Keflavíkurflugvelli hefur verið ríkisins. Mér finnst rétt að launa Seyðifrðingum fyrir gott eftirlit og góða móttöku löghlýðinna ferðamanna með því að skapa enn meiri atvinnu þar.
mbl.is Gæsluvarðhald vegna fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frá náttúrunnar hendi er Seyðisfjörður eitt fínt gamalmennatugthúz.

Fá bara vegagerðina til að loka veginum, þessa fáu mánuði á ári sem þess þarf.

Steingrímur Helgason, 2.9.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...ekki nokkur leið að flýja 9 mánuði ársins....

Haraldur Bjarnason, 2.9.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Lololololol !!! Þið eruð ekki leiðinleg gamalmenni!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.9.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Helga Guðrún. Svei mér þá ef við Zteingrímur myndum ekki fýla okkur vel þarna í ellinni. ..kemurðu með til að halda uppi fjörinu?

Haraldur Bjarnason, 3.9.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Aldeilis, strákar mínir! Aldeilis! Ekki spurning!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.9.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Setja bara þak yfir fjörðinn og hafa verði í sitt hvorum enda. Þá sleppur enginn út.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 00:23

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

HH það myndi engan langa að flýja!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.9.2008 kl. 00:43

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 01:07

9 Smámynd: Gulli litli

þið eruð góðir við gamla fólkið..

Gulli litli, 3.9.2008 kl. 02:28

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það mundi sennilega stórauka svona tilraunir til innflutnings, það mundu svo margir sækja í að komast í steininn..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.9.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband