Allt út af farsanum í Reykjavíkurhreppi

Þetta er ótrúlegt að Samfylkingin skuli fá svona mikið fylgi. Yfirleitt hefur sá flokkur sem starfar með Sjálfstæðisflokknum tapað fylgi. Líklegt er þó að þetta tengist farsanum í Reykjavíkurhreppi enda líklega mikil meirihluti þessa úrtaks þaðan.


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldi nú geta verið að það sé þannig, að þeir sem leggja lag sitt við hinn gjörspillta framsóknar"flokk" lendi í því að kjósendur gefi þeim falleinkunn? Eina ljósið í þessu öllu saman er það, að þetta verður í síðasta skipti, sem framsóknarklíkan fær fulltrúa í borgarstjórn og þótt þeim takist kannski að merja inn þrjá þingmenn í næstu þingkosningum út á ranglátt atkvæðavægi kjósenda á þessu sem kallað er landsbyggðin, þá verða þeir algjörlega áhrifalausir og þess utan áreiðanlega í síðasta skipti sem þeir ná fólki inn á þing. Hallelúja! Svo fær Samfylkinginn, hinn lýðræðislegi, sósíaldemokratíski Evrópusinnaði framfarasinnaði stjórnarflokkur alls almennings í landinu hreinan meirihluta, bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Já, þá verður nú gaman að lifa!

bóbó (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að fólk sé ekki lengur að átta sig á því hvað er Samfylking og hvað er Sjálfstæðisflokkur. Munurinn er enginn. LÍÚ stjórnar báðum flokkunum. Má þó minna fólk á að Samfylkingin er afsprengi Alþýðuflokksins sáluga sem var almennt talinn spilltasti flokkur Íslandssögunnar

Víðir Benediktsson, 1.9.2008 kl. 19:32

3 identicon

Vá, ef Alþýðuflokkurinn var spilltasti flokkur sögunnar, hvað er þá Sjálfstæðisflokkur, svo maður spyrji nú ekki um Framsókn?

Valsól (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ja maður spyr sig. En það breytir því ekki að Alþýðuflokkurinn vann undantekningalaust skoðanakannanir um spilltasta flokkinn. þetta var á tímum Jóns Baldvins, Guðmundar Árna svo ekki sé gleymdur Ingólfur Margeirs. Held að flest þetta lið sem stóð sig svona vel í könnunum í þá daga sé allt í Samfylkingunni í dag.

Víðir Benediktsson, 1.9.2008 kl. 20:12

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Víðir en hvað Framsókn í Reykjavíkurhreppi?

Haraldur Bjarnason, 1.9.2008 kl. 20:55

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er nú ekki mikil reisn á þeim bænum enda seljast hnífasett sem aldrei fyrr. En eiithvað er Hanna Birna að klóra í bakkann.

Víðir Benediktsson, 1.9.2008 kl. 20:58

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hún er sennilega vel búin baksins og Óskar betur búinn en Bingi.

Haraldur Bjarnason, 1.9.2008 kl. 21:02

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hér vígbúast menn og vopna mann og annan. -Er stríðið framundan?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.9.2008 kl. 02:04

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hnífar eru orðnir ófáanlegir í Reykjavíkurhreppi.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband