Gott mótvægi við menguninni

Þessi nytjaskógaverkefni á bújörðum eru líklega eitt það skynsamlegasta sem gert hefur verið hér á landi síðustu árin. Ekki nóg með að landið sé grætt upp og skjól myndist heldur hafa margir vinnu við þetta og nú þegar er farið að nýta við úr fyrstu bændaskógaverkefnum. Ísland getur framleitt við og það betri við en víðast annarsstaðar vegna þess hve hægvaxta trén eru. Svo ekki sé nú talað um mótvægið í koltvíeldisbindingu sem rannsóknir hafa sýnt að hvergi er meiri en hér á landi. Skógrækt er því gott mótvægi við mengandi starfsemi okkar og eldsneytisbrennslu úr hófi fram.
mbl.is Á sjötta milljarð króna til um 800 bænda í skógrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ertu ekkert hræddur um að missa allt útsýni?   Annars er auðvitað jákvætt að græða landið.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.9.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessum trjám er plantað til að fella þau seinna meir. Ef menn eru hræddir um að tapa útsýni þá er innan við 1% af Íslandi skógi vaxið og með áframhaldandi skógrækt eins og hún er nú næstu fimmtíu ár gætum við kannski þakið1% til viðbótar skógi, þá eru jú 98% eftir. Skógur er heldur ekki það eina sem heftir útsýni, allar byggingar gera það líka til dæmis.

Haraldur Bjarnason, 1.9.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband