Aldrei betur stemmdir en nú

Þetta var hreint ótrúlegur leikur. Að halda 3-5 marka forystu mest allan leikinn var ótrúlegt og jafnvel þótt Pólverjarnir næðu að minnka niður eins mark náðu strákarnir að hífa sig aftur upp. Það er fullkomlega ljóst eftir þennan leik að íslenska liðið getur unnið hvaðar lið sem er. Liðið hefur líklega aldrei verið betur undirbúið og betur stemmt en einmitt nú. Ég verð að éta ofan í mig spána um 5. sætið frá því fyrir mót, það er orðið ljóst fyrir nokkru. Ætla ekki að spá neinu. Með leik eins og áðan gæti íslenska liðið spillað um gullið. - Frábært.
mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þvílík snilld, og strákarnir hafa gert það vel þess virði að rífa sig upp á morgnana til að horfa!

Mig minnir að ég hafi spáð 3. sæti, en ég held að þeir spili um gullið, fyrst við unnum Pólverja getum við alveg eins unnið Spánverja.

Andrir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband