Er hægt að aka hratt í kringum alla þéttbýlisstaði?

Hvernig er þetta eiginlega, eru komnir hringvegir utan um alla þéttbýlisstaði landsins og hægt að aka hratt um þá? Um daginn var frétt um ökumenn tekna fyrir of hraðan akstur í kringum Blönduós og nú aka þeir í kringum Hvolsvöll. Þetta minnir á kosningaloforð Framboðsflokksins, O-flokksins, hér áður fyrr. Flokkurinn lofaði hringvegi um Ísland og síðan hringvegi í hverju kjördæmi.
mbl.is Hraðakstur í kringum Hvolsvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Ég var alveg viss um að þetta klám mundir þú stinga í þegar ég las fyrirsögnina...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er nú auðveldara að aka kringum Hvolsvöll en Blönduós. Ég er alveg heillaður af skrifum Netmoggans þessa dagana.

Víðir Benediktsson, 19.8.2008 kl. 06:48

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sennilega væri hægt að gera kappakstursbraut með auðveldum hætti í kringum Hvolsvöll Víðir!

Haraldur Bjarnason, 19.8.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband