Misræmi í refsingum

Það er greinilega misræmi í refsingum vegna hraðabrota í umferðinni. Útlendingurinn sem tekinn var af Egilsstaðalöggunni á 149 km hraða var sviptur skírteininu á staðnum, sem er réttlætanlegt fyrst löggan má það en þessi sleppur við að missa skírteinið. Hef grun um að sama sé upp á teningnum með hraðamyndavélar annars vegar og hraðamælingar lögreglu hins vegar. Hef ekki heyrt um að lögreglan sé að sekta menn sem eru að aka á níutíu og fimm til hundrað kílómetra hraða þar sem hámarkshraði 90. Hins vegar veit ég dæmi þess að ökumenn fái sektir fyrir að vera á 76 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngum, þar sem hámarkshraðinn er sjötíu. Er ekki rétt að samræma þetta eitthvað?
mbl.is Tekinn á 150 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Bezta lausnin er að keyra bara á löglegum hraða. Eða er það óhugsandi?

Páll Geir Bjarnason, 19.8.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrétt það er besta lausnin og mjög auðveld lausn þó mér finnist það ekki auðvelt í Hvalfjarðargöngum niður bratta brekkuna að norðanverður. Akstur þar krefst fullrar einbeitngar og erfitt að einblína á hraðamælinn. Þó maður ætli að halda sér við 70 þá þarf ekki mikið til að bíllin fari upp í hraða um 5-10 kílómetra. Ég veit að skekkjumörk við sektunum þar eru aðeins 3 kílómetrar, sem sagt maður má aka 73 en 74. Þetta er mjög lítið frávik frá 70 km. og getur sekúndubrot í brekkunni ráðið. Þarna eru einar 5 myndavélar og því hlýtur ríkið að hala marga 3.000 kalla inn fyrir svona smotterí.

Haraldur Bjarnason, 19.8.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband