Gott framtak Skógræktarinnar

Þetta er frábært framtak hjá Skógræktinni að gefa út leiðbeiningarit um sveppatínslu. Að vísu kom út einu sinni góð bók um sveppi eftir einn helsta sveppasérfræðing landsins, Helga Hallgrímsson líffræðing frá Droplaugarstöðum á Héraði. Góða matsveppi er víða að finna og þeirra bestir eru lerkisveppir. Gott er að smjörsteikja þá og frysta. Þannig er þeir til taks í sósur, súpur og sveppajafning fram að næstu svepptíð. Svo má einfaldlega tína lerkisveppina beint upp í sig, bara að snúa þá upp, ekki skera.
mbl.is Ekki sama hver sveppurinn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Þad er alveg rétt, madur verdur ad vita hvad madur er ad borda/reykja,.

Gulli litli, 31.7.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Best að ná í þetta rit. Villtir íslenskir sveppir eru góðir, hef oft týnt..flestir eru ætir.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.8.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband