Hrútaber breiðast út

Það er líklegt að bláberin nái sér ekki eins vel á strik og krækiberin á Héraði þetta árið vegna kuldans í vor. Þetta með að hrútaberin séu að sjást víðar en áður þarf ekki að koma á óvart. Með friðun lands vegna skógræktar eykst ýmis gróður sem ekki átti sér viðreisnar von vegna beitar áður. Birkið breiðist út og nú eru myndarleg birkitré víða á Héraði þar sem það var ekki áður, sama er að segja um reynivið hann er að stinga sér niður víða. Svo verður örugglega gott sveppahaust en úr þessu ættu lerkisveppirnir að fara að taka við sér. Þeir eru algjört sælgæti.
mbl.is Góð berjaspretta á Héraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband