Breiðdalsáin vaxandi laxveiðiá
9.7.2008 | 09:41
Gaman að sjá hve Breiðdalsáin hefur dafnað vel sem laxveiðiá síðustu árin. Hér í eina tíð veiddist lítið þar fyrrihluta sumars og besti tíminn þegar komið var fram í ágúst. Kannski er það ennþá þannig og þá verður væntanlega mokveiði síðar í sumar. Heydalaklerkur hefur heldur betur sett í þann stóra þarna verst að sá lax skuli ekki hafa verið vigtaður. Nú er spruning hvort ekki er hægt að koma fleiri austfirskum ám svona vel til eins og Þröstur Elliðason er búinn að gera með Breiðdalsána. Hvernig ætli gangi annars hjá honum með "bergvatnsána" Jöklu? - Svo eru það árnar á Héraði sem renna í Lagarfljót, það verður athyglisvert að fylgjast með þeim eftir breytingarnar sem orðið hafa á Lagarfljótinu með auknu vatni.
Stórfiskar í Breiðdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.