Vonirnar um langan fund brugðust

Þetta er sérstæð fyrirsögn um að einhverjir sem standa í samningum skuli vonast eftir löngum fundi. Hélt satt að segja að allir sem stæðu í samningaviðræðum vonuðust eftir að málin leystust fljótt og vel. Þessi fyrirsögn sýnir okkur kannski hvernig sögnin að vona er misnotuð á margan hátt. Nú á fólk von öllu mögulegu, jafnvel hærri vöxtum, meiri verðbólgu, fleiri slysum, minni afla eða hverju sem er. Af hverju ekki að nota eitthvað annað en vonina? - Til dæmis að búast við einhverju og þá í þessu tilfelli löngum fundi. Sem betur fer varð það ekki raunin því fundur varð stuttur og hillir undir samninga. - Ég vona að samningar takist.
mbl.is Vonast eftir löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband