Skagamenn og gestir keltneskir í dag

Það er mikil stemmning á Skaganum núna. Fór um bæinn áðan og fólk hefur safnast saman við göturnar og grillar þar. Allsstaðar írsku fánalitirnir og skreytingar í stíl. Í dag var mikið um að vera neðst á Kirkjubrautinni, sem hefur verið lokað fyrir bílaumferð á kafla. Á einum staðnum sem ég fór á áðan var hljómsveit að spila á stórum svölum upp á 5. hæð fjölbýlishúss við Tindaflöt, sem er á gamla Steinsstaðatúninu. Annars eru góðar upplýsingar um dagskrána á vef írskra daga. Svo eru auðvitað fréttir myndir og fleira á Skessuhornsvefnum. Þetta er fyrsta sinn sem ég er á írskum dögum og mér finnst strax magnað að sjá stemmninguna sem skapast. Skagamenn og gestir þeirra eru sannarlega keltneskir í dag. Sá að talsvert er komið á tjaldstæðið af fólki, líklega allt fjölskyldufólk eða 23 ára og eldra, en ungir Sjálfstæðismenn mótmæltu aldurstakmörkunum við forseta bæjarstjórnar í miðri dagskránni í dag. Þeir færðu "bakaranum" áletraðan gulan bol en um það má sjá á vef Skessuhorns.
mbl.is Aukinn viðbúnaður vegna írskra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband