Embættismannaklúður

Ekki er ég hissa þótt mótmæli séu skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið á morgun. Mér finnst reyndar að bæði utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið mættu fá sinn skammt líka. Ég þekki svo sem ekki feril þessa manns eða aðdraganda þess að hann kom hingað til lands, skilst þó að hann hafi komið hingað vegna kunnugleika við Íslendinga, sem hann hafði starfað með í Kenýa. Þar í landi hafa Íslendingar lengi stundað allskonar hjálparstarf. Ég man eftir sögum frá trúboðum þar, strax þegar ég var í barnaskóla hér á Akranesi.

Af fréttum að dæma í dag virðist þetta svolítið lykta af einhverju pappírs- og embættismannaklúðri. Minnir svoldið á Gervasoni-málið forðum en finnst jafnvel að þessi maður sé í enn verri stöðu. Svo er það nýjasta að kona hans dvelji ólöglega í landinu með nýfætt barn, sem fæddist hér. Það hlýtur að fá íslenskan ríkisborgararrétt og eiga rétt á að faðirinn sé hjá því. - Þetta er eitthvert allsherjar klúður. - Grípið inn í Ingibjörg Sólrún og Geir fyrst undirmenn Björns dáta eru í djúpum skít! - Mikið var rætt og ritað og margt illt sagt um Skagamenn vegna komu palentískra flóttakvenna hingað. Þetta er miklu ljótara dæmi. - Maðurinn fær ekki einu sinni þann sjálfsagða rétt að fjallað sé um mál hans.


mbl.is Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég skammast mín ofan í tær

Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála, algjört klúður

Sigrún Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvar er allt þetta fólk sem ekkert aumt má sjá eða heyra, kannski álítur það að með því að fjalla um þetta mál fái það ekki þá athygli sem það vill fá fyrir sig?  Fæst meiri umfjöllun ef barist er fyrir "mannréttindum" eins hóps en annars?

Jóhann Elíasson, 3.7.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband