Hvernig ætli hún hafi borið sig að við opnunina?

Þetta er án efa mjög athyglisverð ljósmyndasýning en textinn sem skrifaður er í fréttinni um hana er með eina af þeim villum sem mest hefur verið barist gegn síðustu áratugina. "Ljósmyndasýningin World Press Photo opnaði formlega í dag." - Auðvitað opnaði sýningin ekki. Hún var opnuð af einhverjum. Fyrirsögnin er í lagi en svo er villandi orðalag síðar í fréttinni um að  fréttaljósmynd ársins hafi verið tekin af breska ljósmyndaranum Tim Hetherington......hann hlýtur að hafa gert eitthvað merkilegt fyrst tekin var af honum mynd. - Betra er að segja að Tim Hetherington hefði tekið fréttaljósmynd ársins. 


mbl.is Sýningin World Press Photo opnuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband