Þetta er rangt, kæru félagar!

Helsta viðfangsefnið í frétta- og blaðamennsku er að greina kjarnan frá hisminu og koma því á framfæri, sem skiptir máli. Þarna finnst mér fyrrum félagar mínir í Starfsmannasamtökum RÚV taka skakkan pól í hæðina. Af hverju að saka menntamálaráðherra, ríkisstjórn og Alþingi um að tryggja RÚV ohf ekki nægt fjármagn þegar ljóst er að yfirstjórn þessa ohf-apparats er að bruðla með peninga?

Nei takk, gömlu félagar. - Hvetjið stjórnendur til að taka til í eigin ranni. - Uppsagnir eru alveg óþarfar og allra síst utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem þörfin er mest fyrir starfsmenn Ríkisútarpsins til að það geti staðið undir nafni sem útvarp allra landsmanna. 


mbl.is Starfsmannafélag RÚV ályktar um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna kom loksins aðalkjarni málsins.  Finnst mönnum það virkilega í lagi að RÚV sé að yfirbjóða einhverjar "stjörnur" til sín á einhverjum ofurkjörum, meðan almennir fréttamenn sem hafa verið áratugum saman hjá stofnuninni eru á "strípuðum" töxtum og þurfa jafnframt að búa við það að "atvinnuöryggi" þeirra er nánast ekkert, því það er víst að þeim verður sagt upp störfum áður en til þess kemur að "stjörnurnar" verði látnar taka pokann sinn og ekki verða laun útvarpsstjóra lækkuð, í það minnsta væri nú hægt að selja jeppann sem RÚV skaffar honum, þar eru örugglega árslaun tveggja fréttamanna.  Hver var tilgangurinn með ohf-væðingunni, getur einhver frætt mig um það?

Jóhann Elíasson, 2.7.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

og tókstu eftir því Halli að í kvöldfréttunum  kom einhver inn sem fréttaritari frá Egilsstöðum. Ætli er tími fréttaritaranna sé kominn aftur og svæðisstöðvarnar verði bara lagðar niður? Fréttamenn kannski sendir í visitasíu hringinn í kringum landið einu sinni á sumri til að afla frétta? Áhugavert ... Ég hélt reyndar að það hefði verið of dýrt.

Bestu kveðjur úr rigningunni á grafarbakkanum

Jóhanna Hafliðadóttir, 2.7.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Affarasælast væri að reka sendinguna frá stöð 2 aftur til síns heima.

Sigurður Sveinsson, 3.7.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: JEA

Það versta í þessu öllu að þetta á við um alla fjölmiðla landsins sem ekki eru svæðismiðlar.   Það eru ekki til peningar til að fjalla um landsbyggðina!  Það er bara svoleiðis og ég held að þeir ætli ekki einusinni að fela það.  Þetta auðveldar nátturlega þeim sem "hafa rétt fyrir sér" að afla sér fylgis.  Hvernig haldið þið að það verði að halda uppi vörnum fyrir flugvöllinn og atvinnumöguleika okkar svo við tölum nú ekki um samgöngubætur þegar eru ekki til peningar til að láta rödd okkar heyrast?  

JEA, 3.7.2008 kl. 12:00

5 Smámynd: Karl Jónsson

Þetta eru váleg tíðindi og því miður læðist að mér sá grunur að svæðisstöðvarnar verði meira og minna lagðar niður, því ekki nær fyrirtækið að spara 400 og eitthvað milljónir bara með þessum aðgerðum.

Og fyrir þessa þjónustuskerðingu þurfum við landsbyggðarfólk ennþá að greiða. Hvaða réttlæti er í því?

Ég er sammála því að nær hefði verið að taka til í ofurlaunahópi stjórnenda RUV. En ég vil bæta við þeim spurningum af hverju er Rás 2 t.d. með tvo þáttastjórnendur í loftinu í einu á morgnana? Er þörf á því? Er þörf á næturvöktum fram á nótt um helgar? Held að tína mætti til fullt af svona óþarfa áður en kemur að skerðingu á þjónustu við landsbyggðina.

Karl Jónsson, 3.7.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband