Þarf ekki að taka til?
2.7.2008 | 07:59
Í sjálfu sér eiga ákvarðanir Einars K. Guðfinnssonar um hámarksafla næsta árs ekki að koma á óvart. Þetta er nokkuð sem allir gátu búist við. Hins vegar þarf enginn að vera hissa á því að þeir sem eru í forystu fyrir sjávarútveg séu sárir og hissa. Hafrannsóknarstofnun virðist ekkert læra og greinilegt að þær aðferðir sem þar er beitt við að meta stærð fiskistofna ganga ekki upp. Það er nánast sama við hvern maður talar í dag sem tengist sjávarútvegi. Allir eru á einu máli um góðar aðstæður í hafinu við Ísland. Mikið æti virðist vera fyrir fiskinn og mikið af fiski. Þetta virðist að mestu leyti fiskur sem synt hefur framhjá reiknilíkönum Hafró. Það er kannski ekki hægt að ætlast til að sjávarútvegsráðherra hunsi þessa stofnun en hún þarf örugglega að taka til hjá sér.
Næsta ár verður erfitt fyrir sjávarútveginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held nú Haraldur, að sjálfsánægjan í þessum fílabeinsturni sem Hafró er, sé meiri en svo að þar verði farið í einhverja sjálfsgagnrýni við eigum örugglega ekki eftir að lifa það... (Bráðungir mennirnir...)
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.7.2008 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.