Er íslenskt dóm(p)skerfi í lagi?
27.6.2008 | 19:51
Þessi dómur Héraðsdóms Reykjaness er undarlegur í meira lagi. Manninum er ekki refsað fyrir margföld brot á siglingalögum, lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarlaga og áhafnarlögum. Þetta fær hann allt fellt niður af því að hann var með haug af dópi um borð. - Auðvitað eru þetta tvö aðskilin mál og hann á að fá refsingu fyrir bæði - Hvað mega hinir segja, sem hafa verið sektaðir fyrir að hafa farið á sjó sama dag og haffærniskírteinið rann út, þeir sem hafa farið út á sjó á smábátum án tilskilinna réttinda. Nú þarf heilt pungapróf til að stýra smábáti, sem smástrákar voru taldir fullfærir um fyrir nokkrum árum. - Lausnin er að vera með fullt af dópi um borð. - Þá sleppa menn! - Segiði svo að íslenskt dóm(p)skerfi sé í lagi!
Vanrækti að tilkynna um ferðir skipsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er einhver refsing fyrir þessu? Var það á bætandi að refsa fólki meira? Mér finnst þetta bara skynsamur dómur. það er vandmál þessi hugsun að refsing bæti eitthvað.
Ég á ekki von á því að skipstjórnarmenn sem ekki hafa bátana sína í lagi, haffærisskírteini, tryggingarskírteini, eða skipsjórnarréttindi, fara að fylla bátin með dópi til að sleppa við refsingu..
Óskar Arnórsson, 27.6.2008 kl. 20:03
..óskar!...þessi dómur bendir til þess að það sé lausnin að fylla bátana af dópi....þetta er fáranlegt!
Haraldur Bjarnason, 27.6.2008 kl. 20:09
jæja já! kannski þeir geri það þá. Það er hvort eð er ekki neinn fiskur til að veiða...
Óskar Arnórsson, 27.6.2008 kl. 20:59
Þetta er mjög merkilegur dómur að því leiti að lögguleikur sá sem Vaktstöð siglinga er nú, er dæmdur ómerkur. Auðvitað á maðurinn að fá dóm fyrir brot sín á siglingalögum, en einhverjir vankantar hljóta að hafa verið á ákæruni
Sigurbrandur Jakobsson, 27.6.2008 kl. 21:25
Held að það sé líklegt, að það hafi verið vankantar á ákærunni.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.6.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.