Af hverju var þá Þórhallur að blása?

Var að hlusta á fréttir RÚV áðan, þar sem Þórhallur Þorsteinsson formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs fór mikinn yfir því að NMT-sendinum á Slórfelli, hæsta fjallinu í Möðrudalsfjallgarðinum, hafi verið lokað án fyrirvara. Hann sagði þetta setja bókunarkerfi Ferðafélagsins í rúst en það er með skála við Snæfell og ásamt Þingeyingum með skála í Kverkfjöllum. Í þeirri frétt var ekkert minnst á nýjan GSM-sendi á Slórfelli, sem væntanlega tekur yfir sama svæði og fyrrnefndur NMT-sendir. - Þarna vantaði að fréttamaður RÚV virti þá eðlilegu reglu að leita svara hjá Símanum líka. - Er ekki bara málið það að gamla NMT-símanúmerið hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs verði fært yfir í gsm-kerfið? - Það er einfalt og málið er dautt. - Það eiga líka miklu fleiri gsm en NMT-síma.

Snæfell Snæfell Snæfell  Snæfell. Þar nú líklega gsm-samband


mbl.is Síminn setur upp GSM senda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Senilega rétt hjá þér Jón. Líklega nær þetta inn að Snæfelli en svo skulum við athuga að Landsvirkjun var búin að setja upp senda sem dekka gsm á stóru svæði norðan Vatnajökuls, þannig að NMT er og hefur ekki verið eins nauðsynlegt þar og menn vilja vera láta. Ég vann í fyrra sumar inn undir Eyjabökkum og þar var ég alltaf í gsm-sambandi. Þannig að þetta segir ekki allt. Held að Þórhallur sé að gera úlfalda úr mýflugu.

Haraldur Bjarnason, 27.6.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég skil, Jón Frímann. Þetta er svona svipað og munurinn á FM-sendingum RÚV og langbylgjunni, sem fer niður í dali, inn í firði og um allt.

Haraldur Bjarnason, 27.6.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Tæknimál: Lagdrægur GSM sendir er á 900 mhz en NMT er á 460 mhz  þessar tíðnir eru á því sem kallað er UHF band (ultra hig freqence 300 mhz til 3 ghz) Allt þetta tíðnisvið er mjög sjónlínuháð og  lítill munur á því hve vel þetta eltir landslag. hinsvegar endurvarpast hærri tíðnir stundum betur af landinu sem gæti jafnvel þýtt að 900 mhz sé stundum betra til að dekka mjög fjalalend svæði í líkingu við borgir og byggingar. Langbylgjuútvarpið er á 0,2 mhz en fm útvarpið er á 100 mhz þarna er mikill munur á langbylgja eltir landslag en það gerir ekkert af hinum tíðnunum. GSM símar virka orðið á öllu mið hálendinu, ég net tengdi mig í Laugarfelli á Hofsafrétt í mars með Vodafone GSM símanum mínum og ég  sendi myndir úr honum frá Langjokli ,Mýrdalsjokli og Hofsjökli síðasliðin vetur. Ég geri ráð fyrir að 2009 verði GSM með meiri dekkun en nmt hafði þegar best lét.

Guðmundur Jónsson, 27.6.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þakka þér fyrir útskýringarnar Guðmundur en ég skil hvorki upp né niður í þessu og held að allur almennningur geri það ekki heldur....sorrý...en gott hjá þér ...takk. - yndislegt að fá tæknilegar útskýringar!!

Haraldur Bjarnason, 27.6.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...Guðmundur ..ekki misskilja þetta...ég læri þetta bráðum.....

Haraldur Bjarnason, 27.6.2008 kl. 22:48

6 Smámynd: Jón Svavarsson

Þetta eru góðar staðreyndir sem Mummi færir fram og það sem ég óttast mest er að Síminn guggni á að setja upp CDMA en það kerfi gæti einnig leyst netvæðingu við sveitir landsins en það hefur meir bandbreidd en 3G kerfið og hefur því meiri flutningsgetu. Verst er að það séu mörg fyrirtæki að setja upp senda hlið við hlið í stað þess að ríkið ætti öflugt dreifikerfi og seldi síðan símafyrirtækjunum á heildsölu aðgang að dreyfikerfinu og þá væri öllum tryggt samband, þeas sendarnir yrðu jafnvel jafnmargir en dreyfðust á meira svæði og víðar og þar af leiðandi víðar símasamband. En CDMA er málið þrátt fyrir 3G og langdræga senda, við hættum ekkert í bráð að tala saman í síma nema síður sé. kveðja,

Jón Svavarsson, 27.6.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband