Dómgæslan er í meiriháttar rugli.
24.6.2008 | 21:41
Það var ótrúlegt að sjá þetta atvik í leiknum í gær og ég minnist þess ekki að nokkur leikmaður hafi sloppið með gult spjald fyrir að slá annan leikmann. Ekki verður dómaranum sagt til málsbóta að hann hafi ekki séð þetta, þá hefði hann ekki gefið gula spjaldið. Rauða spjaldið var það eina rétta. Ég hef nú ekki fylgst með leikjum í úrvalsdeildinni í mörg ár en er nú búinn að sjá tvo leiki á stuttum tíma. Það verður að segjast eins og er að ég hreinlega átta mig ekki á dómgæslunni. Það er dæmt á furðulegustu hluti og öðrum augljósum sleppt. Ekkert samræmi í neinu. Í þessum leik í gær komst Þróttarmarkmaðurinn upp með það allan fyrri hálfleikinn að fara út fyrir teiginn þegar hann sparkaði út á móti vindinum. Þetta var undarlegt að sjá. Svo held ég hreinlega að Stebbi Þórðar verði fyrir einelti af hálfu dómaranna og þetta atvik í gær sýnir að þeir hafa gefið skotleyfi á hann. Það er eitthvað mikið að í dómaramálunum. Dómgæslan er i meiriháttar rugli.
„Hann sló mig í andlitið“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Athugasemdir
Ég sá þetta atvik í sjónvarpinu. Og er nokkuð viss um að Hallur Þróttari hafi fengið gula spjaldið fyrir að fela boltann fyrir Stefáni (tefja). En ég held að þú Haraldur sért skagamaður, ef einhver reynir að segja að hann hafi ekki átt skilið rautt á móti HK fyrir að hoppa á liggjandi leikmanni þá ættu menn að fara í eitthvað annað. Ef að dómarinn hefði gefið Þróttaranum rautt í gær fyrir að "strjúka" Stefáni ( ungabarn myndi ekki einu sinni gráta yfir þessu) á kinnina, þá hefði dómarinn einnig þurft að reka Stefán út af þar sem að hann mjög augljóslega sló Þróttarann á móti.
Ég vill meina að Stefáni hafi verið gerður greiði með því að reka ekki menn út af.
Óskar (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:41
Já já ég er Skagamaður og sá þetta "strok" í gær. Var stutt frá í stæðunum og sá þetta mjög vel. Undantekningalaust hefur þetta þýtt rautt spjald. Ég sá ekki þetta sem þú nefnir úr leik við HK og get því ekki dæmt um það. Í þeim leikjum sem ég hef séð að undanförnu er dómgæslan í tómu tjóni. Eitthvað að, hvort það er þjálfunarleysi eða hvað það er veit ég ekki. Það er ekkert samræmi í dómum og stundum verið að dæma á furðulegustu hluti. Í leiknum í gær var þetta á báða bóga en ég var hissa á að hann og línuvörður skyldu láta markamanninn komast upp með að fara út fyrir teig allan fyrri hálfan þegar hann sparkaði út. Einhverntíma hefði verið dæmt hendi á það. Ef gripið hefði verið í taumana strax hefði hann ekki gert þetta svona oft. - Skil ekki þetta með greiðasemina sem þú talar um í lokin. - Veit hinsvegar að í þau ár sem Stefán spilaði í Svíþjóð fékk hann eitt rautt spjald allan tímann en hefur þegar fengið tvö hér í nokkrum leikjum. Mér finnst það segja svolítið um dómarana.
Haraldur Bjarnason, 24.6.2008 kl. 22:53
Sæll,
það sem ég er að meina með greiðseminni er:
Að hefði dómarinn gefið Þróttaranum rautt spjald þá hefði hann jafnframt þurft að gefa Stefáni rautt þar sem að hann sló til baka.
Það er það sem að ég var að tala um í lokin.
Óskar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:54
Ekki sá ég Stefán slá til baka eins og þú segir.
Haraldur Bjarnason, 25.6.2008 kl. 06:22
Það sem mér fannst best í þessu var dramatíkin hjá Stefáni þegar honum var "strokið". Ég hélt að Stefán væri hörkutól en látalætin í honum voru honum ekki til framdráttar. Rautt eða ekki rautt, best væri að allir færu að spila "heiðarlega".
Björn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.