Merkileg persóna þessi markaður

Ekki veit ég hvort maður á að segja það gott að einhverjir geti glaðst yfir atvinnumissi fólks í stórum stíl. En samkvæmt fyrirsögninni á þessari frétt er það þessi svokallaði "markaður" sem gleðst. Markaðurinn er eitthvað sem hefur verið persónugert og virðist af öllum fréttum að dæma vera algjörlega sjálfstætt hugsandi. Merkileg persóna það - Auðvitað er það ekki svo. - Að baki markaðarins standa bara fégráðugir einstaklingar, sem í þessu tilfelli sjá sér hag í því að fólk missi vinnuna. - Þetta er aldeilis uppbyggilegt, eða hitt þó heldur, en svona er Ísland í dag.  
mbl.is Uppsagnir gleðja markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er heldur dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 24.6.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband