Leggja áherslu á nótaveiðarnar

Ég held að menn ættu að huga vel að orðum Kristbjörns Árnasonar um flottrollsveiðarnar. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti þessa veiðarfæris í gegnum tíðina. Lítil gagnrýni hefur þó verið á kolmunnaveiðar enda sá fiskur ekki veiðanlegur í nót. Annað mál er með síld og loðnu. Engin vissa er fyrir hver áhrif skakstur með flottrolli hefur á síldar- og loðnutorfur og göngumynstrið, þannig að skynsamlegast er, ef mögulegt er, að veiða síldina í nót. Vinnsluskipin geta það jafnt og önnur og engin ástæða til að síldin úr nótaveiðinni fari öll í bræðslu, nema að markaðsaðstæður krefjist þess. Svo er það allur olíuausturinn. Það hlýtur að fara hrollur um útgerðarmenn flottrollsskipanna núna. Það er gaman að sjá frétt af þessu 48 ára gamla skipi, Sigurði, koma með fullfermi af síld. Systurskipið Víkingur AK liggur við bryggju á Akranesi núna, vonandi fer hann af stað líka.
mbl.is Fyrsti síldarfarmurinn á Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bóbi veit hvað hann syngur

Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er vissulega allrar athygli vert. Það hafa margir efasemdir um þessar veiðar og þá ekki síst margir skipstjórar í uppsjávarveiðiflotanum. Heyri það ansi oft á þeim.

Víðir Benediktsson, 10.6.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband