Geir og Solla í góðum málum

Miðað við þessa frétt eru Geir og Solla að standa sig vel. Vonandi að þetta sem sagt var gangi eftir. Það er alveg ljóst að fólk hefur orðið fyrir gífurlegu tjóni á Suðurlandi og alls ekki víst að allir fái bætur frá sínum tryggingum. Þá hefst baráttan við kerfið og hún getur orðið snúin, allskonar flækjur þar.
mbl.is Samstiga í að veita aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

allir hafa brugðist vel við

Hólmdís Hjartardóttir, 31.5.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er gott að þau skuli vera sammála um eitthvað. Þegar hamfarir verða höfum við íslendingar ávallt staðið saman. Það er mjög gott. Mest er um vert að enginn beið bana og fáir slösuðust að ráði. Það var ekki gaman að koma heim úr vinnunni á fimmtudaginn. Aðkoman var þó miklu verri hjá mörgum öðrum. Kötturinn sem stokið hafði fram af svölunum skilaði sér heim. Öll börnin mín hringdu í mig. Og síðast en ekki síst er ég þakklátur fyrir heimsókn ungu konunnar úr flugbjörgunarsveitinni á Hellu um tíuleytið. Stutt spjall í góðaveðrinu á svalaganginum var mér mikils virði. Kærar þakkir fyrir það.

Sigurður Sveinsson, 31.5.2008 kl. 08:21

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já það hafa allir staðið sig vel og þannig er það bara þegar eitthvað bjátar á. Við stöndum öll saman sem ein fjölskylda. Sigurður þetta sem þú segir með heimsóknina frá björgunarsveitinni er auðvitað frábært og náttúrlega sambandið við börnin á svona stundum er mikilvægt.

Haraldur Bjarnason, 31.5.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband