Á hvaða tíma er hann staddur?

Hvar er Björn Bjarnason eiginlega staddur? - Tímavél væri kannski lausn fyrir hann. - Björn Bjarnason: Nú er árið 2008!!! - Vissirðu það? - Kalda stríðinu er löngu lokið. - Fyrst þú hefur ekki rænu til að segja af þér ættirðu að hafa vit á því að segja þig frá þessu máli. - Öllum öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar er treystandi til að fjalla um þetta af viti. - Í eina tíð átti að þagga niður í liðinu með símahlerunum, nú eru það rafbyssur og hervæðing lögreglu, sem yfirmaður dómsmála vill sjá. - Hvernig eigum við að geta treyst því með þennan mann við stjórn dómsmála að ekki verði gripið til svipaðra ráðstafana núna. - Get ég verið viss um að þetta blogg sé ekki vaktað?????? -Auðvitað er það gert og þá koma eflaust refsingar frá herforingjanum.
mbl.is Dómarar ekki viljalaus verkfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

 Ég fer alltaf að hlæja þegar ég sé Björn Bjarnason í sjónvarpinu, því mér finnst hann alltaf helst líta út, eins og fígúra sem sé að leika hann sjálfan í spaugstofunni. Hann er svo ýktur með sínar tennur og fínu gleraugu, og svo þegar hann opnar munninn og fer að tala, þá fer maður eiginlega frekar að halda, að maður sjálfur sé óvart á einhverju, heldur en að hann sé að lýsa raunverulegum skoðunum sínum. Slíkan trúverðugleika hefur hann á mínu heimili.....

Lilja G. Bolladóttir, 29.5.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

hefði nú ekki verið eðlilegt í ljósi stöðunnar að Björn hefði sagt sig frá þessu máli. Hann hefði getað eftirlátið Árna Matt  þetta eins og önnur vandræðamál. Hafi hann einhvern tíma verið vanhæfur er það núna. Það er ekki verið að fjalla um fyrrum aðstoðarmann hans heldur eitthvað öllu tengdara.

Víðir Benediktsson, 29.5.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Var það nokkuð óeðlilegt að forystumenn stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að ná völdum hér með góðu eða illu, væru hleraðir? Á að biðjast afsökunar á því hálfri öld síðar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju biðjast þá ekki afsökunar, forystumenn VG á forverum sínum? Þeir eru sprottnir úr sama jarðvegi, þeirra er arfleiðin. En það er víst lítil hætta á að þeir geri það, því enn mæra þeir hugmyndafræði þessara manna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Æ,æ....Gunnar ertu enní sama farinu??????

Haraldur Bjarnason, 29.5.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, sem betur fer Haraldur, þá held ég slóðinni, annað en þú sem göslast svona utan vega með tilheyrandi landskemmdum

Ef þú ert svona illa að þér í sögu stjórnmálaatburða síðustu aldar, þá gæti ÞETTA hjálpað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 10:03

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

já ég skil.... !!!!!

Haraldur Bjarnason, 31.5.2008 kl. 02:52

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vissi að þú myndir sjá ljósið að lokum  Nei nei, ég veit að þetta var kaldhæðið svar hjá þér ... en láttu ekki kaldhæðnina bera skynsemina ofurliði. Reyndu að lesa það sem Hannes skrifar, hlutlaust, en ekki með augum sósíalistans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband