Er þjóðhagslegur sparnaður ríkisstyrkur?
28.5.2008 | 20:32
Auðvitað á að athuga alla möguleika við strandflutninga. Við erum í raun að ríkisstyrkja landflutninga með milljörðum króna núna með því að þurfa að styrkja alla þjóðvegi vegna allt of mikilla þungaflutninga. Stærstur hluti af þeim flutningum sem fara um vegina í dag þurfa alls ekki að komast samdægurs á milli staða. Dagvöru má flytja á milli landshluta með bílum, allt annað getur farið með skipum.
Svo má athuga að láta flutninga frá Evrópu koma inn í landið á Austurlandi, það sparar mikið. Ameríkuflutningarnir mega koma á Suð-Vesturlandið. Við eigum fullt af góðum höfnum, ekkert þarf að bæta þar. Ekki þarf viðhald á sjónum, bara á skipunum en á landi þarf viðhald bæði á vegum og bílum. Allt kostar það mikinn gjaldeyri. Menn geta kallað sjóflutninga ríkisstyrki ef þeir vilja. - Er það ríkisstyrkur, ef þjóðhagslegur sparnaður er af því? - Svo ekki sé nú minnst á mengunarþáttinn. - Stattu þig í þessu Möller!!!
Strandsiglingar skoðaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sko algjörlega á sama máli. Þungaflutningana af þessum veikburða vegum okkar og á sjóinn aftur.
Jóhann Elíasson, 28.5.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.