Af hverju ekki lóðrétt?

Ekki veit ég hvers vegna sveitungar mínir hér nyrðra kjósa frekar að láta skrokkinn ósviðinn í jörðu. Sama er mér hvað verður um minn að anda mínum dauðum en vil samt benda á góðan möguleika sem íslenskukennari minn á Skaganum áður fyrr benti oft á. Sjáiði til, sagði hann, hversvegna ekki að jarða menn lóðrétt? - Þá þarf ekki nema staurabor og plássið sem hvert lík tekur er nánast ekki neitt. 
mbl.is Bálfarir einungis um 1% útfara á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jörðin er að verða ansi mennsk.....en það er mjög dýrt að brenna lík.  Já hvernig væri bara að stinga okkur niður lóðrétt.....kannski vont þegar frost er djúpt í jörðu

Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gert er ráð fyrir samkvæmt lögum að 2 metrar séu á kistulok, það yrði því að bora þér 4 metra niður Halli, en plássið væri betur nýtt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.5.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er ekki svona lítið um bálfarir á Akureyri vegna þess að "þarlendir" trúa því að á dómsdegi muni þeir, sem útvaldir, rísa upp og taka sinn réttmæta sess í kórónu sköpunarverksins
-og vilja þá vera í sínu upprunalega fagra formi ?

Þetta þekkist meðal fleiri þjóðflokka.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.5.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er nátturlega ekkert nema snilldarhugmynd!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.5.2008 kl. 04:47

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Góð hugmynd og vel framkvæmanleg.

Einhverntímann heyrði ég að í Bandaríkjununm settu þeir kistur í mörgum lögum það grafa dýpra oggeta þá jafnvel sett 3-4 lög ef þeir grafa djúpt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.5.2008 kl. 09:48

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Valli! - .Það er ekkert mál að bora 4 metra niður, það veistu. - Hildur ætli þetta sé ekki frekar út af kostnaði fyrir "þarlenda" því eina löglega brunastofan fyrir þetta er í Fossvoginum. - Mér finnst þetta alltaf bráðsnjöll hugmynd og Hólmdís frost er engin fyrirstaða. - Svo geta menn staðir uppréttir eftir sem áður!!!

Haraldur Bjarnason, 26.5.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband