Tími til kominn

Það er gott til þess að vita að einhver hreyfing er á stjórnmálamönnum varðandi úrskurð mannréttindanefndarinnar. Það sem bent er á í þessari ályktun er fullrar athygli vert og löngu orðið tímabært að fara yfir úthlutunarreglur kvótakerfisins. Nú er bara að sjá hvort ályktunin nær inn á borð ríkisstjórnarinnar en þetta er lofsverð viðleitni hjá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Samfylkingarinnar.
mbl.is Samfylkingin: Nauðsynlegt að taka úrskurð mannréttindanefndar alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

hreyfing?  Þú heldur þó ekki að þeir meini þetta í alvöru - svona rétt fyrir þinglok?

Þetta er bara gert til að róa þá sem halda enn að það sé að marka það sem stjórnmálamennirnir segja....þeir munu ekkert gera í þessu fyrir þinglok og vonast til að málið verði gleymt í haust. 

Púkinn, 24.5.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei púkinn þinn. Auðvitað er þetta of gott til að vera satt!!!!!

Haraldur Bjarnason, 24.5.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband