Brýnt mál á góðri leið

Það er gott til þess að vita að unnið sé hratt að undirbúningi samgöngumiðstöðvar í Reykjavík. Hverri höfuðborg er nauðsynlegt að hafa slíka miðstöð. Það styttist því í að flugfarþegar til og frá höfuðborginni hætti að notast við stríðsminjarnar, sem núna þjóna sem flugstöð. Ekki er nú fullkomlega hægt að átta sig á byggingunni á þessari mynd en hún verður á góðum stað og á að þjóna öllum samgöngum í lofti og á landi . Við skulum vona að þessi þúsund bílastæði nægi en skortur á þeim hefur verið við helstu flugstöðvarnar hingað til hvort sem er í Reykjavík, á Akureyri eða Egilsstöðum. Það er nefnilega þannig að flugfarþegarnir taka ekki bílana með sér.
mbl.is Myndir af væntanlegri samgöngumiðstöð sýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég hlakka til að sjá þessa flottu höll. Þó fyrr hefði verið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.5.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband