Ingibjörg Sólrún er óskiljanleg þessa dagana
19.5.2008 | 21:27
Hvernig er hægt að skilja þessa yfirlýsingu utanríkisráðherra? - Svei mér þá ef þetta er ekki jafn óskiljanlegt og yfirlýsing þessa alþjóðlega dýraverndunarsjóðs, sem sagt er frá hér neðar á síðunni. Þetta eru rökin: "Sem utanríkisráðherra tel ég að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þrátt fyrir að kvótinn sé minni í ár en fyrri ár. Ég mun á erlendum vettvangi og þar sem þess gerist þörf útskýra þau rök um sjálfbæra nýtingu hrefnustofnsins sem að baki liggja," segir í yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar.
Ingibjörg Sólrún telur að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Ekki minnist hún á hverjir hagsmunirnir séu. Veit hún ekki að það á að veiða nokkrar hrefnur sem gnægð er af allt í kringum landið? Það er ekki eins og verið sé að veiða stórhveli í stórum stíl, sem full þörf væri þó á. - Samt ætlar hún að útskýra þau rök um sjálfbæra nýtingu hrefnustofnsins sem að baki liggja. - Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að skilja þetta?
Stutt er síðan utanríkisráðherra var á fundi með kynsystur sinni, sem er utanríkisráðherra þjóðar sem markvisst drepur fólk víða um heim en til að fela það er handhægt fyrir þá þjóð að segjast vera á móti hvaladrápi. Skyldi Ingibjörg Sólrún ætla að skýra sjálfbæra nýtingu hvala fyrir henni? - Þvílíkur tvískynungur. - Nei það er ekki nokkur leið að skilja Ingibjörgu Sólrúnu þessa dagana.
Hagsmunum fórnað með veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Halli hún er að reyna að komast í Öryggisráðið blessunin. Hún er búin að klúðra öllu sem hún ætlaði að standa fyrir í pólitík og vantar embætti.
Einar Vignir Einarsson, 19.5.2008 kl. 21:55
Ætli þetta sé ekki bara rétt tilgáta hjá þér. Ég átta mig alla vega ekki á þessu með meiri og minni hagsmuni. Einhverra hluta vegna hélt ég að talsverðir hagsmunir væru fólgnir í áframhaldandi fiskveiðum hér við land. Með óheftum vexti hvalastofna verðum við undir í baráttunni við þá um fiskinn. - Þessu virðist utanríkisráðherra ekki átta sig á. - Hvernig á svo að vera hægt að útskýra eitthvað sjálfbært fyir þjóðum eins og Bandaríkjamönnum, ekki síst þegar ráðherrann er ekki að átta sig á sjálfbærninni.
Haraldur Bjarnason, 19.5.2008 kl. 22:06
Að "fórna meiri hagsmunum fyrir minni" eða öfugt er tískufrasinn í dag. Líkt og "Það verður að sjálfssögðu farið yfir málið" og síðan ekki söguna meir. Ætli Ingibjörg fræði ekki Condoleezzu um sjálfbæra nýtingu á hrefnum og Condo fræðir Ingibjörgu um sjálfbæra nýtingu á Íröskum almenningi, svo kyssast þær og allir sáttir.
Víðir Benediktsson, 19.5.2008 kl. 22:31
Er ríkistjórn Bandaríkjanna ekki að farga "löglega" jafnmörgum íbúum sínum á ári í aftökuklefum ríkja sinna eða álíka mörgum einstaklingu og íslendingar í heild sinni eru að veiða úr hvalastofnum?? Þá eru ekki taldir þeir sem eru felldir af ríkistjórn BN í hinum ýmsu löndum né er verið að tala um þær þúsundir ungra manna sem falla við þá yðju.
Skildi Ingibjörg Sólrún vita af þessu?
Benedikt V. Warén, 20.5.2008 kl. 09:11
Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.
Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 12:39
Já Jóhann hún virðist ekki frekar en aðrir ráðherrar ætla að svara í neinu um mannréttindabrotin gagnvart sjómönnum, enda sérðu hug hennar til þessara hrefnuveiða.
Haraldur Bjarnason, 20.5.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.