IFAW hefur ekki áhyggjur af hvölum heldur efnahag Íslendinga
19.5.2008 | 20:23
Þetta er svolítið athyglisverð frétt um gagnrýni á væntanlegar hrefnuveiðar. Þessi Alþjóðlegi dýraverndarsjóður virðist ekki vera með dýravernd í huga. Forsvarsmenn þessa sjóðs hafa meiri áhyggjur af efnahag Íslendinga heldur en smáhvelastofninum sem á að veiða úr. Þessi tilvitnun í Bretann sem er í forsvari segir allt sem segja þarf:
Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að endurskoða þessa ákvörðun. Atvinnuhvalveiðar gætu skaðað verulega hinn viðkvæma efnahag Íslands og alþjóðlegan orðstír þess," segir Robbie Marsland, leiðtogi Bretlandsdeildar samtakanna í tilkynningu.
Áhyggjurnar eru sem sagt allar af efnahag Íslendinga en ekki hvalastofnum. Kannski er þetta af því þetta er dýraverndarsjóður en ekki dýraverndarsamtök. - Í það minnsta er erfitt að skilja þessi skilaboð sem umhyggju fyrir hrefnustofninum. Frekar skilst þetta sem hótun um peningaofbeldi.
Gagnrýna væntanlegar hrefnuveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já hótun við að benda öðrum þjóðum á hvernig við erum og þá "tala" þeir okkur niður, nei segji nú svona..
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.5.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.