Enn ein nauðgunin á listahugtakinu
19.5.2008 | 17:08
Ekki trúi ég því upp á vini mína Seyðfirðinga, önnur eins snyrtimenni og þeir eru, að þessi sóðaskapur að líma einhver plaköt á veggi í henni Reykjavík með einhverjum kynþáttafordómatexta sé á þeirra vegum. Af fréttinni má ráða að þetta hafi verið með vitund forstöðukonu þeirrar frábæru menningarmiðstöðvar Skaftfells á Seyðisfirði. - Auðvitað er þetta gjörningur, fyrst og fremst slæmur og sóðalegur gjörningur á allan hátt og ekkert listrænt við hann. - Það er líka ömurlegt hve langt virðist vera hægt að ganga í að nauðga listahugtakinu. Þótt margt sé hægt að verja í nafni lista og oft erfitt að skilgreina það hugtak, þá er langsótt að fela hreinan og kláran sóðaskap á bak vð listahugtakið.
Ekki áróður gegn innflytjendum heldur gjörningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er þá bara nefnt "Gjörningur".
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.5.2008 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.