Á þrítugsaldri - Hvað er hann þá gamall?

Karlmaður á þrítugsaldri búinn að játa bankaránið í Hafnarfirði. En hvað er maðurinn gamall? Hann getur verið 21 árs, 29 ára eða allt þar á milli. Það er mjög algengt orðið í fréttum að segja menn á tvítugs,- þrítugs- eða fertugsaldri. Þetta segir okkur frekar lítið en enn verra er þegar talað er um fjölda á einhverjum mannfagnaði, fundi eða mótmælum. Oftar en ekki er sagt að á annað hundrað manna hafi verið á staðnum, sem getur hlaupið á á tæpu hundraði fyrir vikið. Það er mun skárra að segja rúmlega tvítugur eða tæplega þrítugur eða þá bara hreinlega aldurinn og tilgreina áætlaðan fjölda á fundum. 
mbl.is Bankaræningi handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið svakalega er ég sammála þér! Svo finnst mér að við ættum að breyta þessu með þrítugsaldur, fertugsaldur og það allt saman og gera eins og aðrar þjóðir.

Hjá okkur er sá sem er 32 ára á fertugsaldri og sá sem er 41 árs er á fimmtugsaldri. Annars staðar eru þessir sömu menn á þrítugs- og fertugsaldri.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Lára Hanna. Ég mæli með þessari tillögu hjá þér. Maður myndi yngast helling upp við þetta!!!!

Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þegar enskumælandi menn segja 'in his thirties' þýðir það ekki að vera á þrítugsaldri, heldur að vera á aldrinum 3x, frá (30 - 39).

að vera á þrítugsaldri þýðir að maður sé á þriðja tugi ævinnar. þ.e. maður hefur lokið tveimur tugum (orðinn tvítugur) og er á þeim þriðja.

Brjánn Guðjónsson, 10.5.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú jú þetta er hárrétt hjá þér Brjánn en óneitanlega er hitt skemmtilegra þegar maður eldist!!!

Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 16:15

5 identicon

Jú er alveg sammála ykkur hér að ofan en okkur er bara svo tamt að gera mikið úr engu.Brjánn fer með rétt mál,þegar maður er orðin 21.árs er maður byrjaður á þriðja tugnum en að segja að fólk sé á þrítugsaldri sem er kannski ný orðið 21.árs finnst mér  ekki rétt(mín skoðun) og segir manni í raun ekkert ,því að vera á þrítugsaldri er að vera frá 21-29 ára gamall og þarna eru heil átta ár á milli.En ef við skoðum þetta þá er það rétt að maður sem er orðin 41 árs er byrjaður fimmta tugin en er ekki skemmtilegra að segja þá bara rétt rúml.fertugur(hljómar betur fyrir þá sem er viðkvæmir fyrir aldrinum)...:-)EIns er nú með þetta að segja fólk vera hálf fimmtugt eins og tamt er hér á landi....hálffimmtugur er 45 ára gamall maður,hálf fertugur er 35 ára gamall........er ekki skemmtilegra að segja bara þá rúml.fertugur um mann sem er 41-45 ára og tæplega fimmtugur um mann sem er 45-49 ára?Nú eða hreinlega segja bara hvað viðkomandi er gamll.

Sjálfur er ég 47 ára og segist vera það ef ég er spurður en ekki á fimmtugs aldri eða tæplega fimmtugur og hefur aldurinn þó aldrei plagað mig:-)

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Að vera 10 ára gamall er semsagt að vera á tvítugsaldri.  Pælið í því.  Það hefði nú örugglega verið svolítið töff.....þá

Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2008 kl. 16:44

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

En hvað segið þið um að segja eins og forðum: "Hann hafði tvo um þrítugt" þegar maðurinn er t.d. 32 ára. Er ekki skemmtilegra að segja t.d. að Júlíus hafi sjö um fertugt heldur en að hann sé hátt á fimmtugsaldri eða að nálgast fimmtugt?

Umhugsunarvert þó að aldurinn plagi mann alls ekki. Þetta er frekar málfarsleg pæling.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 16:55

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta eru skemmtilegar pælingar. Þetta með að vera á ákveðnum tug kemur auðvitað gleggst í ljós í þessu sem Sigún segir. Já Lára Hanna mér finnst t.d. flottara að hafa tvo um fimmtug heldur en vera á sextugsaldri. Ég er svo miklu yngri en þeir sem eru 59 ára!!!!...en auðvtað bara þrítugsaldri í anda

Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 17:00

9 Smámynd: Landfari

Júlíus Már, þrítugsaldurinn hlýtur að spanna 10 ár en ekki bara 8.

Nógu líuðr þetta nú hratt samt þó við höldum okkur við að hafa 10 ár í aratugnum.

Sigrún, mín málkennd segir mér að þegar þú ert oðin fullra 10 ára ertu ekki á tvítugsaldri heldur komin á annan áratuginn. Tvítugsaldurinn er samkvæmt mínum málskilningi frá 19 til 20. Hitt hef ég aldrei heyrt notað.

Landfari, 10.5.2008 kl. 18:34

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Landfari út frá skilningi hlýtur sá sem er orðinn 10 strax að fara inn á ellefta árið. Hann er kominn á annan áratug og þar með á tvítugsaldur, alveg eins og með þann sem verður 20 ára hann kemst þá á þriðja árauginn og þar með á þrítugsaldur.  Og landfari Júlíus er greinilega með þetta allt á hreinu og minnist hvergi á að áratugur sé 8 ár. - Næ þessu því ekki hjá þér félagi.

Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband