Útlendingana heim og sem flesta í samfélagsþjónustu
10.5.2008 | 11:35
Það gengur auðvitað ekki að fangar landsins séu húsnæðislausir frekar en aðrir. Einhverra hluta vegna er það nú samt svo að húsnæðismál ríkisins eru alltaf í ólestri og skiptir þá engu hvort það eru fangelsi, stofnanir fyrir sjúka, aldraða eða hverja sem er.
Annars hlýtur að vera hægt að rýma verulega á Hrauninu með því að senda útlendingana til síns heimalands. Það hlýtur að vera hægt. Aðrar þjóðir geta varla gert þá kröfu að við séum að bjóða þeirra fólki ókeypis gistingu. Svo er auðvitað best að koma sem flestum í samfélagsþjónustu. Það er án efa góð lausn fyrir alla, bæði brotamanninn og þjóðfélagið. En hvernig er það hefur engum dottið í hug að einkavæða fangelsin eða breyta þeim í ohf?
140 dæmdir menn á biðlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú það besta sem BB er að gera, hann reynir að koma þessu liðt til síns heimalands.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.5.2008 kl. 13:04
..og líklega það eina sem hann gerir að viti, Hólmdís.
Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 22:48
En útlendu afbrotamennirnir eru ekkert á því að fara. Hérna fá þeir frítt fæði og húsnæði og meira að segja laun! Ég styð að fangelsin verði einkavædd og að afbrotamennirnir, þeir íslensku, afpláni með þegnskylduvinnu.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.