Er 30 ára draumur um fjölbreytni í atvinnulífi að snúast upp í andhverfu sína?

Þetta er eiginlega svolítið öfugsnúið. Íbúar á Reyðarfirði hafa aldrei verið fleiri en nú, ef undaskilin eru stríðsárin þegar fjölmennt herlið var þar. Á sama tíma virðist matvælafyrirtæki ekki þrífast þar. Að vísu kemur ekki fram í fréttinni um Kjötkaup á Reyðarfirði að fyrirtækið sé að leggja upp laupana en leiða verður getur að því þegar öllu starfsfólki er sagt upp.

Sú var tíðin að Austfirðingar og Héraðsmenn gerðu sér sérstaka ferð á Reyðarfjörð til að byrgja sig upp af kjöti hjá forveranum Austmat. Þar var líka annað matvinnslufyrirtæki, KK-matvæli, sem rómað var fyrir gæði matvöru, ekki síst úr sjávarfangi. Á Reyðarfirði var líka Kaupfélag Héraðsbúa með öflugan rekstur fiskvinnslu og útgerð. Nú er þetta allt liðin tíð, þrátt fyrir vaxandi byggð og því ljóst að ekki fer saman fjölgun íbúa og fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu. Líklega þarf ekki að hafa áhyggjur af starfsfólkinu, það hlýtur að fá vinnu í álverinu, enda auglýsir það grimmt eftir starfsfólki þessa dagana. - Getur verið að 30 ára gamall draumur Reyðfirðinga um fjölbreytni í atvinnulífi með tilkomu sóriðju sé að snúast upp í andhverfu sína?


mbl.is Kjötkaup á Reyðarfirði segja upp starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Auturland er á hraðri leið til glötnunar í atvinnumálum á svæðinu . eins og Alcoa þeir hafa svikið austfirðinga með því  að vera með álverið hálf fullt af Pólverjum  og notast við Capacent  í mannaráðningar og útkoman úr því er að þeir fá fólk sem aldrei hefur unnið handtak og kann ekkert til verka , og Það fólk sem ekki er vannt að svara þeim spurningum  sem þessir krakkar hjá Capacent semja fyrir Alcoa lenda í þvi að vera ekki boðleg Alcoa og gildum þeirra eins og undirritaður hefur lent í og margir aðrir sem búsettir eru á Austurlandi og hafa gengið um svo mánuðum saman atvinnulausir eftir að framkvæmdum lauk á Austurlandi og þurfa að leita á önnur landsvæði af ativinnu fjarri sýnum fjölskyldum  er þetta stefna Alcoa að flæma vel vinnandi fólk frá Austurlandi og reyna að laða að svæðinu tölvugúru og fólk sem hefur aldrei difið hendi í kalt vatn eða pissað saltan sjó.

Mér fynnst að ráðamenn og þingmenn og aðrir góðir menn og konur ættu að skoða þessi mál og sjá hvað er að gerast á Austurlandi .

Var ekki talað um að álverið ætti að vera eingöngu fyrir Íslenskumælandi fólk  og heimamenn gengju fyrir en hvað er að gerast ?

Lifið heil

Kveðja

Guðjón Ólafsson

Tölvupóstur gutti62@gmail.com

Vefsíður www.123.is/gudjono  og  www.gutti.blog.is

Guðjón Ólafsson, 8.5.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi lýsing þín Guðjón er ekki gæfuleg. Því miður held ég að reynsla margra af samskiptum við þessi ráðningarfyrirtæki sé svipuð og þín. Það er lítið mannlegt við einhver stöðluð eyðublöð. Þá er ekki uppbyggilegt fyrir fólk að vera sent í viðtöl við einhverja "krakka" eins og þú segir, sem ekki hafa reynslu úr neinu öðru en skólakerfinu. Bóknámið verður aldrei það gott að ekki þurfi skóla lífsins með. - Annars er þetta athyglisverð þróun á Reyðarfirði. Það má vera að hún sé til góðs og það sem komi í staðinn sé betra en það sem fyrir var. Hver veit? - Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Haraldur Bjarnason, 8.5.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband