Vöruflutninga út á sjó aftur
6.5.2008 | 17:19
Einn trukkur slítur vegum á við 9.000 eða 12.000 fólksbíla. Er það ekki næg ástæða fyrir samgönguráðherra til að láta kanna hvort ekki er möguleiki á að koma einhverju af öllum þessum vöruflutningum út á sjó aftur? Það er í raun fáránlegt að eyþjóð skuli ekki vera með strandferðaskip í stöðugum flutningum kringum landið. Stór hluti af þeim vörum, sem verið er að flytja um þjóðvegina þarf ekkert að komast á milli staða samdægurs eða á tveimur dögum og þolir því vel sjóflutninga.
Er ekki ráð að samgönguráðherra láti kanna hvers vegna það er svona miklu hagkvæmara fyrir skipafélög eins og Eimskip og Samskip að flytja vörur landleiðina en sjóleiðina? - Sjóflutningar til nokkurra valinna lykilhafna á landinu og landflutningar þaðan til annarra staða myndu létta verulega á þjóðvegakerfinu. Svo ekki sé nú talað um mengun og allan annan kostnað en vegaslit.
Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf þá að styrkja sjóflutningana verulega og sennilega landflutningana líka í kjölfarið, þegar búið er að slíta þennan markað í sundur. Sjóflutningarnir lögðust af vegna þess að það var viðvarandi tap á þeim.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 17:27
Það er einmitt það sem ég er að nefna í þessum pistli að kanna þarf hvers vegna skipafélögin sjá hag sinn í því að flytja með bílum en ekki skipum. Einhversstaðar getur verið vitlaust gefið, þannig að samkeppnin sé ekki sjóflutningum í hag. Ef þessir útreikningar með slit á vegum eru réttir, þá er í raun verið að greiða niður landflutninga. Þetta verður ekkert slitið í sundur frekar en það er í dag. Vörur koma til landsins með skipum en er svo dreift um landið með bílum.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 17:37
Sammála því að skoða þurfi málið frekar í sambandi við sjóflutninga. Sé fyrir mér að með auknum ferðamannastraumi gæti líka verið að markaður sé að opnast fyrir hinar gömlu góðu hringferðir með strandferðaskipum. Tvær flugur í einu! hvorki erlendir ferðamenn, sem ekki eru vanir fjallvegum eða stórir flutningabílar með tengivögnum
Sigrún Jónsdóttir, 6.5.2008 kl. 18:10
Sammála því, það þarf að skoða þetta. En við losnum nú samt aldrei við stóru flutningabílana með tengivagnana, það verður alltaf nóg af varningi sem þarf að komast strax á leiðarenda.
Andrir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:18
Nei það er borin von að allir flutningar færist af vegunum. Hins vegar þarf stór hluti þess sem nú er flutt landleiðina ekki að komast strax á milli áfangastaða eins og ég bendi á í pistilinum. Það myndi léta stórlega af vegunum að flytja eitthvað af þessu sjóleiðina Andri. - Sigrún. Það er ekkert ólíklegt að einhverjum þætti sport að sigla hringinn með strandferðaskipi. Líklega myndi það þó ekki vega þungt í tekjunum af útgerðinni. En Möllerinn þarf endilega að skoða þennan möguleika á sjóflutningum. Hafnirnar eru til staðar og nokkrar þeirra með gott gámapláss.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 21:45
En loftleiðina?? Fljótlegt og lítið dekkjaslit.
Benedikt V. Warén, 6.5.2008 kl. 23:27
Pelli, er ekki hægt að fá nóg af stórum aflmiklum rússneskum flutningavélum fyrir lítið? - Þær myndu auðvitað leysa þetta að hluta á móti skipunum.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 23:34
Halli....spurðu litla leikklúbbinn á Akureyri sem setti upp einþáttung fyrir Kristján Möller til að fá lenginguna á Akureyrarflugvelli. Fáðu að vita hvernig gekk að fá flugleyfi fyrir rússana hjá íslenskum flugyfirvöldum.
Þeir voru með Antonov AN-12 í "beinu" flugi frá Akureyri til Oostende, sem millilenti á Egilsstöðum til að taka eldsneyti.
Ussssss....það má enginn vita það.....ekki láta þetta fra lengra.........ekki segja Möller.
Benedikt V. Warén, 7.5.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.