Bónus býður betri verðhækkanir

"Bónus býður betur". Þetta er það sem hljómar nær daglega í auglýsingum frá þessari annars ágætu verslanakeðju. Hingað til hefur verið hægt að treysta þessum slagorðum á þann veg að verðið sé jafnan lægst en nú bregður svo við að hækkun á ákveðnum vörutegundum í verðkönnun hjá ASÍ er mest í Bónusi. ´

Er Bónus að notfæra sér trúnað neytenda, sem hafa flykkt sér um Bónus í trausti þess að þar sé ódýrast að kaupa í matinn? - Er Bónus ekki þar með að bregðast því trausti sem neytendur haf sýnt versluninn?  Vonandi verður þetta til þess að þar verði tekið hressilega til núna og verð snarlækkað. Það er ljótt að vera úlfur í sauðagæru og tæplega trúi ég því að brautryðjandinn í lágveruverslun á Íslandi, Jóhannes Jónsson sé sáttur við þessa niðurstöðu.

Það að Bónus bjóði betur þegar verðhækkanir eru annars vegar beinir okkur bara eitthvað annað með matarinnkaupin.  


mbl.is Lágverðsbúðir hækkuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Við verðum að vona að Bónus hafi hkkað minnst. Því allir hafa hækkað, það er engin spurning.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 6.5.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er nú lítið að vona í þeim efnum. Könnunin sýnir mestu hækkunina hjá lágvöruverðsverslunum.

Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband