Hvað er þetta loftrými sem Fransmenn eiga að gæta?

Það er nú aldeilis munur að Fransmenn skuli vilja vernda okkur fyrir þessum viðsjárverðu Rússum fyrst Kanarnir sjá ekki lengur ástæðu til þess. En hvað er þessi loftrýmisgæsla, sem getið er um í fréttinni? Þetta er eithvert nýyrði, sem ekki hefur heyrst áður. Oftast hefur verið talað um lofthelgi, svona svipað og landhelgi. Í mínum huga er rými eitthvað afmarkað pláss og maður hefur heyrt talað um loftrými í kafbátum og jafnvel björgunarbátum en aldrei fyrr í háloftunum, þar sem þessar frönsku þotur verða væntanlega.
mbl.is Sjónarspil í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vala Matt myndi sennilega nota þetta orð um háaloftið

Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Frakkar verja loftrýmið, en hver ver andrýmið?

Víðir Benediktsson, 5.5.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo er það Árni Matt. Hann ásælist landrýmið með þjóðlendukröfum en Sigrún þetta með háaloftið, það er auðvitað loftrými.

Haraldur Bjarnason, 5.5.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hérna í Þorlákshöfn erum við að reyna að verja andrýmið okkar fyrir gríðarlegri ýldupest í boði "heilsuvöruframleiðandans" Lýsis hf., en við njótum ekki mikillar opinberrar aðstoðar við það Víðir. Svo mitt svar við þessu er að enginn er að verja andrýmið, það er sennilega ekki inn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.5.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þið eruð þá með næringarríkt andrými Hafsteinn

Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 09:11

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.5.2008 kl. 10:31

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Solla utanríkisráðherra notaði þetta orðskrípi; loftrými á Alþingi í dag, þegar hún ræddi um þotur Fransmannanna. Líklega hefur einhverjum snillingum dottið þetta í hug til að nota í fegrunarskyni á þennan gjörning. 

Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband