Fordómalaust: Hvað er að?

Þó svo að ég ætli ekki að dæma prestinn á Selfossi nú rétt í þann mund að rannsókn er að hefjast á því hvort karlinn hafi misstigið sig í kynferðislegum athöfnum af einhverju tagi þá getur maður ekki orða bundist og velt fyrir sér hvað er eiginlega að gerast hjá kirkjunnar fólki.

Af hverju koma ítrekað upp dæmi um einhverskonar ólöglegt kynferðilegt athæfi presta og annarra sem koma nálægt kirkjulegu starfi? Þetta er ekki einskorðað við Ísland, síður en svo. Þessa óáran virðist víða að finna. - Hvað veldur þessu hjá fólki sem er treyst, fólki sem á að vera vel að sér í umgengni við annað fólk, þetta gerist hjá fólki sem aðrir treysta fyrir sínum dýpstu sorgum, mestu gleði og öllu þar á milli.

Þetta er ekki svo einfalt að skýringa sé að leita í göróttu messuvíni eða að skrattinn hafi komist með krumlurnar í vígða vatnið. - Það er bara allt of algengt að einhver svona dæmi komi upp og kirkjan þarf, ekki síður en allur almenningur að taka sig á í mannlegum samskiptum og umfram allt þurfum við öll að bera virðingu fyrir þeim sem eru í kringum okkur. Við þurfum að hrekja á burt þessar hroka- og ofbeldishugsanir, sem tröllríða samfélaginu, nánast hvar sem er.


mbl.is Prestur í leyfi frá störfum vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir klerkastéttina, en erum við ekki öll breysk? Ef marka má þær sögur , já og það má marka þær, sem sagðar eru og jafnvel kvikmyndaðar af misnotkun kaþólskra presta á ungum drengjum, þá er það verstu dæmin sem við fáum. En það þarf ekki presta til. Hvað með misnotkunina á Breiðavíkurdrengjunum? Þeir sem gera þetta eru sjúkir menn og ættu að vera vistaðir á stofnunum fyrir geðsjúka kynferðisafbrotamenn. Og gildir þá engu hvort um er að ræða presta, skólastjórnendur, forstöðumenn eða Bóa í Breiðholtinu. En takið eftir, það er sko ekki sama Jón og séra Jón!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Ema eins og ég bendi á í þessum pistli þá er full ástæða að hrekja hroka- og ofbeldishugsanir á brott í þjóðfélaginu. Þessi óáran er allstaðar.

Haraldur Bjarnason, 4.5.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: hofy sig

Já prestarnir eru einmitt þeir sem börnunum er kennt að treysta og einhvernvegin telur fólk þau óhult í þeirra höndum.

hofy sig, 4.5.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það hefur líka verið sagt að innan kaþólika, sækji menn með "hryllilegar" þarfir að vera þar klerkar til að geta falið sig á bak við hempuna. Það er að einhverju komið þetta máltæki "að fela sig á bak við hempuna". Það er þvílíkur viðbjóður þegar menn með "sjúklegar þarfir" eru í leiðtogastörfum sama hvað þau heita og hverjir þeir eru..

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.5.2008 kl. 14:18

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er þekkt að kynferðisofbeldismenn leita í störf þar sem auðveldara er að ná til fórnarlamba. Höfum nýlegt dæmi úr ferliþjónustu fatlaðra, KFUM málið, Byrgismálið, Breiðavikurmálið o.fl. Þetta er síður en svo einskorðað við kirkjuna en hún sleppur ekki heldur. Eflaust sjá perrar tækifæri þar eins og í annarri æskulýðsstarfssemi. Það sem mér finnst verst við þennan málaflokk eru dómarnir, er ekki löglærður en mér finnst lítil vörn í því fyrir börnin að þessir menn gangi lausum hala eftir fáránlega litla innisetu. Meðan ekki finnst lækning við þessu verður hreinlega að taka mennina úr umferð.

Víðir Benediktsson, 4.5.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki hægt að benda á mörg dæmi hér á landi sem tengir presta við svona mál, man bara eftir fyrrv. biskup sem fékk á sig kæru, en þar var ekki um barnaníð að ræða og guðsmaðurinn var sýknaður. Þar sem þetta er algjörlega ósannað þarna á Selfossi, þá finnst mér rétt að bíða með allar spekúlasjónir um þetta mál. Presturinn tók sér strax 6 mán. leyfi meðan á rannsókn stendur yfir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 14:56

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ok. Gunnar. Sammála þér að við eigum ekki að velta okkur of mikið upp úr þessu einstaka máli. Það leiðir samt hugan að siðferði almennt og mannlegum samskiptum. Þar hefur því miður verið pottur brotinn tengdur félagslegu starfi, jafnt kristilegu sem öðru, eins og Víðir bendir t.d. á. Ég man eftir fleiri dæmum um presta en þú nefnir. Við eigum að geta gert kröfur til þeirra sem gefa sig í slík störf. Ef þetta er af sjúklegum ástæðum þarf að taka á því og líka ef ástæður eru aðrar og þær þarf þá að finna. Horfum á þessa mál án fordóma og öfga. Reyndar kemur þetta allt fram í pistlinum mínum hér fyrir ofan.

Haraldur Bjarnason, 4.5.2008 kl. 15:10

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð, mynd og nafnbirting er ábyrgðarhlutur ef saklaus reynist.

Öll svona mál eru erfið, og kalla á mikla skoðun á starfsreglum, meðal annars að tveir séu saman í nánast öllu svona starfi ef hægt er að koma því við, og fleira í þeim dúr.

Hægt að þrengja að svona hlutum en aldrei hægt að útiloka, því miður

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.5.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband