Eru sjónvarpsmyndavélar ómarktækari en eftirlitsmyndavélar?
3.5.2008 | 09:17
Er ekkert að marka allar þessa fréttamyndir sem þjóðin sá af lögregluofbeldinu við Rauðavatn á dögunum? - Eru ekki lögreglustjórinn og hans menn nánast daglega að nota eftirlitsmyndavélar til að upplýsa sakamál og komast að hinu sanna? - Eru þær kannski jafn ótrúverðugar og allar myndavélarnar sem notaðar voru við Rauðavatnsslaginn? - Eru þá allar sakfellingarnar og sektargjörðirnar vegna eftirlitsmyndavéla í þéttbýli og við þjóðvegi ómarktækar?
Þetta eru allt spurningar sem vakna við lestur þessara stórkostlegu skýringa lögreglustjórans þegar hann reynir að skýra út fyrir þjóðinni að gasárás lögreglunnar hafi verið óumflýjanleg. Þetta er eiginlega kostulegur lestur og allt að því skemmtilestur. - GAS!!! - GAS!!! - GAS!!!
Það sem gerðist var óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða væl er endalaust í fólki? Ertu sem sagt að segja að ef að sá óheppilegi hlutur eigi sér stað að það verði brotið á þér og þú þurfir hjálp lögreglunnar þá megi hún ekki beita ofbeldismanninum harðræði til að ná að yfirbuga hann. Þarna var lögreglan ítrekað búin að reyna að segja fólkinu að koma sér í burtu en það lét ekki segjast. Síðan væla menn yfir því eins og að það hafi verið einhver kona með barn sem fékk á sig táragas. Þá spyr maður bara. Hvað er kona með barn að gera í þvögunni innan um einhverja mótmælendur, í þessu tilfelli ofbeldismenn, þar sem búið er að vara við að notast verði við táragas? Hvar er ábyrgðartilfinningin hennar?
Það er ekki alltaf hægt að henda ábyrgðinni á einhverja aðra þegar menn eru að berjast ölöglega fyrir sínum eigin hagsmunum. Ég er bara hissa á því að lögreglan skyldi ekki hafa tekið á þeim fyrr.
Það fólk sem er eitthvað að væla yfir því að við búum í einhverju lögregluríki og að löggan sé með einhverja valdníðslu er bara fólk sem er veruleikafirrt og veit ekki hvernig það er að búa við aðstæður þar sem ríkir stjórnleysi. Á Íslandi framfylgir lögreglan lögum og reglum og því væri réttara að mótmæla lögunum sjálfum en ekki lögreglunni ef menn hafa út á eitthvað að setja á annað borð!
Íslendingur (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:54
Hvaða væl er endalaust í fólki? Ertu sem sagt að segja að ef að sá óheppilegi hlutur eigi sér stað að það verði brotið á þér og þú þurfir hjálp lögreglunnar þá megi hún ekki beita ofbeldismanninum harðræði til að ná að yfirbuga hann. Þarna var lögreglan ítrekað búin að reyna að segja fólkinu að koma sér í burtu en það lét ekki segjast. Síðan væla menn yfir því eins og að það hafi verið einhver kona með barn sem fékk á sig táragas. Þá spyr maður bara. Hvað er kona með barn að gera í þvögunni innan um einhverja mótmælendur, í þessu tilfelli ofbeldismenn, þar sem búið er að vara við að notast verði við táragas? Hvar er ábyrgðartilfinningin hennar?
Það er ekki alltaf hægt að henda ábyrgðinni á einhverja aðra þegar menn eru að berjast ölöglega fyrir sínum eigin hagsmunum. Ég er bara hissa á því að lögreglan skyldi ekki hafa tekið á þeim fyrr.
Það fólk sem er eitthvað að væla yfir því að við búum í einhverju lögregluríki og að löggan sé með einhverja valdníðslu er bara fólk sem er veruleikafirrt og veit ekki hvernig það er að búa við aðstæður þar sem ríkir stjórnleysi. Á Íslandi framfylgir lögreglan lögum og reglum og því væri réttara að mótmæla lögunum sjálfum en ekki lögreglunni ef menn hafa út á eitthvað að setja á annað borð!Íslendingur (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:57
það eina sem ég vil bæta við hjá íslendingnum er ...... Það eru til lög umhvað lögregla má og hvað hún má ekki gera MACE er VARNARúði svo þá getur þú bara reiknað restina út sjálfur
Rúnar (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 10:09
Íslandingur: hvaða ofbeldisfólk var þarna, fyrir utan lögregluna? Fólk var að mótmæla en ekki berja einhvern. Þetta er bara ekkert í fyrsta skipti sem lögreglan beitir svona fasista vinnubrögðum, það vita allir sem séð hafa lögregluna að störfum að mikið af óhæfu fólki er að svala sinni valdafíkn undir merkjum lögreglunnar.
Björn (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 10:09
Smá ábending: Það er ekkert í íslenskum lögum um að lögregla skuli eiga upptök að ofbeldi. - Það er það sem kom fram á myndunum sem um er fjallað í textanum hér að ofan - Þú ert greinilega á þeirri skoðun að ofbeldi leysi einhver mál og sé eðlilegur hluti af tilverunni. - Ekki fleiri orð um það til einhvers sem þorir ekki að koma fram undir nafni. Það er eitt af einkennum vælukjóa.
Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 10:12
Þetta er dæmalaus veruleikaflótti hjá aumingja manninum. Það kemur bara verulega mikill efi upp í hugann þess efnis hvort hann sé hæfur í það sem hann er að gera?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.5.2008 kl. 10:15
Það virðist vera stefnan að skapa meiri fjarlægð á milli almennings og lögreglu, taka upp óttastjórnun í meiri mæli eins og tíðkast erlendis.
Berja samborgarana til hlýðni við valdsstjórnina, dæmigerð uppgjöf hjá getulausum stjórnendum.
Vondur málstaður að verja hjá Lögreglustjóra og hann veit það, það er bara hefð í Íslenskri stjórnsýslu að viðurkenna aldrei mistök, enda opnar það á málsókn og ábyrgð gagnvart lögum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 10:54
það er hlutverk lögreglu að koma í veg fyrir ofbeldi en ekki stofna til þess. Bara svo það sé á hreinu.
Víðir Benediktsson, 3.5.2008 kl. 11:16
Sammála síðustu þremur.
Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 11:39
það sem myndavélarnar náðu við Rauðavatn voru eftirmálarnir...
Þór (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 12:47
Ekki viðtalið við lögguna sem sagði fréttamanni að bíða aðeins því verkin yrðu látin tala.
Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 12:57
Heyr , heyr Haraldur. Væri ekki gaman ef menn myndu koma fram undir nafni, hvað segir þú um það, þú sem skrifar þig " Íslending " - asnalegt svona leynimakk. Og Íslendingur - það þarf að meta aðstæður hverju sinni og þarna voru aðstæður vanmetnar hjá lögreglu, þarna fór fram meiri valdbeiting lögreglu en þurfti. Það er klárt brot á meðalhófsreglunni sem lögregla á að fara eftir I hvívetna.
alva (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.