Hljóðskúlptúr? - Er þetta list?
3.5.2008 | 08:46
Það hefur að vísu verið svolítið teygjanlegt um árabil hvað menn kalla list. Ekki kannski alltaf auðvelt að skilgreina hana frekar en menningu. Þó held ég að fólki detti yfirleitt eitthvað skapandi og athyglisvert í hug þegar minnst er á list.
Þess vegna datt mér í hug einhver skúlptúr, einhver karl sem færi með bænir, þegar ég las fyrirsögninna og hélt að orðið bænakall í henni væri einungis slangur og því ekki r í kalli. Ekki síst þegar ég las aðeins lengra og sá að verkið var eignað myndlistarnema.
Svo kemur bara í ljós að þetta er ósköp venjuleg hljóðupptaka af einhverju bænahaldi. Ég hef að vísu heyrt margar listrænar hljóðupptökur en man ekki eftir að þær hafi verið kallaðar hljóðskúlptúr og látnar glymja yfir byggð ból og það að næturlagi. Auk þess hafa þær alltaf verið mikið unnar og hrein list þess vegna.
Já listin er torskilin og sama á líka við menningu. Erfitt er að skilgreina hana. En er þetta ekki svolítið langsótt að kalla hljóðupptöku af bænahaldi hljóðskúlptúr? - Maður hlýtur að ætlast til einhvers meira af myndlistarnema og Listahaskólanum. Kannski er eitthvað meira þessu tengt, sem ekki er getið um í fréttinni. - Hversu lengi er hægt að teygja og hártoga listahugtakið?
Kvartað til lögreglu yfir bænakalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Næst þegar ég held partý og lögreglan kemur vegna kvartana yfir hávaða þá segi ég að ég sé að gera hljóðskúlptúr og þetta athæfi hef ég mér til varnar ef þetta verður ekki stöðvað í einum grænum.
Sævar Einarsson, 3.5.2008 kl. 09:26
Ég á heilan helling af hljóðupptökum í mínum fórum og mínar hljóðupptökur eru víða til. En að þær væru list og hvað þá einhver hljóðskúlptúr. Það hvarflaði ekki að mér.
Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 11:28
Ekki fyrir mjög mörgum árum var ég með flokk byggingarmanna í vinnu og þurftu þeir að nota hamra við mótauppslátt. Það lá á að ljúka verki og komið fram um klukkan 10 um kvöldið, en þá mætti lögreglan á svæðið og óskaði eftir því að mennirnir hættu vinnunni vegna ónæðis og kvartana nágranna. Það hljóta að vera til einhver lög og reglugerðir um svona lagað! Varla þarf hann Allah hinn mikli að vera að láta að hæla sér hér upp á Íslandi að næturlagi, eða þjáist hann af einhverri minnimáttarkennd og athyglissýki? Eða er svo ástatt um listamanninn, ef til vill? (bænakallið er að mestu lofsöngur um Allah og hann Mó)
Ljónshjarta I (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.