Sorglegt að svona skuli enn vera til

Það er athyglisvert og um leið sorglegt að sjá það haft eftir formanni Sambands íslenskra framhaldsskólanema að iðnnemar séu misnotaðir á vinnumarkaði hér á landi. Þetta er í raun sama og verið var að berjast gegn á þessum sama vettvangi fyrir rúmum þremur áratugum. Auðvitað hefur margt breyst til batnaðar á þeim tíma en þegar ég var í prentnámi á árunum 1972-1976 voru helstu baráttumálin gegn meistarakerfinu og gegn misnotkun vinnuveitenda á iðnnemum. Mörg ljótt dæmi um hálfgert þrælahald meistaranna á nemunum komu þá inn á borð stjórnar Iðnnemasambandsins en í þeirri stjórn sat ég í ein 2 ár. Þetta var sérstaklega áberandi í iðngreinum sem ásókn var í og það notfærðu meistarar sér óspart með því að nýta nemana meira en góðu hófi gegndi fyrir lúsarlaun. Svona dæmi eru því miður ennþá til.

Iðnnám á að vera jafnt bóknámi en ekki skör lægra eins og því miður hefur verið reyndin í íslensku skólakerfi í gegnum tíðina. Það er allra hagur að hafa vel menntaða iðnaðarmenn ekki síður en vel menntað fólk á öðrum sviðum. - Þeir iðnmeistarar sem enn eru við sama heygarðshornið og fyrir rúmum þremur áratugum ættu að skammast sín.


mbl.is „Iðnnemar misnotaðir á vinnumarkaði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Búinn að lesa þetta Jói. Margt til í þessu hjá þér en ekki skrifa ég upp á að þetta sé svona sót svart. - Verkalýðsforystan á margt gott skilið þótt þar hafi verið svartir sauðir innan um en pólitíkusarnir eru handónýtir í þessum málum.

Haraldur Bjarnason, 1.5.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er alltaf verið að tala um að meta verk og listgreinar meira og gefa þeim meira vægi, en það er einungis á tyllidögum. Nær alls ekki niður i skólana.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.5.2008 kl. 20:28

4 identicon

Finnst ykkur ekkert merkilegt að þessir meistarar sem eru að pína nemana í  dag er fólkið sem var sjálft nemar fyrir ekkert svo löngu síðan og var þá gangandi í kröfugöngum að berjast fyrir rétti nemanna. Það sannast alltaf aftur og aftur gullfiskaminni okkar.

Elsa Dýrfjörð (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 01:22

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er rétt hjá þér Elsa að meistararnir í dag hafa einhverntíma verið nemar. Það má vera að þeir séu að hefna sín núna fyrir misrétti sem þeir voru beittir. Svoleiðis viðbrögð eru þekkt. Við verðum samt að hafa í huga að þetta eru fáir einstaklingar sem haga sér svona og þetta virðist meira bundið við einstaka iðngreinar. Ég man að fyrir um 30 árum var mest áberandi að stelpur á hárgreiðslustofum lentu í svona harðræði.

Haraldur Bjarnason, 2.5.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband