Lærið svo af þessari reynslu Guðlaugur Þór og co

Gott mál. Það sýnir sig að loks þegar allt var komið í óefni og heilbrigðisráðherra og hans lið neyddist til að hlusta á hjúkrunarfræðingana þá var hægt að sættast. Það er því greinilega ekki eins aðkallandi að taka upp vinnutímatilskipun Evrópusambandsins og virtist vera, fyrst hægt er að fresta því um heilt ár. - Þetta er góður sigur fyrir hjúkrunarfræðinga, sem samstaðan hefur fært þeim og ástæða til að óska þeim til hamingju.

Vonandi er að takist að vinna úr þessum málum og aðlaga kjörin að þessari ESB tilskipun. Það hlýtur að vera hægt hér á landi eins og annarsstaðar í Evrópu. Svo er bara að vona að heilbrigðisráðherra og hans lið læri af þessu og kunni að meta það starf sem unnið er í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að leysa málin án ohf og einkavæðingar. Slíkt rugl eykur bara á ójöfnuð í landinu.


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvert á móti sýndi heilbrigðisráðherra hvers hann er megnugur, kom að málinu í hnút og leysti það. Það er nú eitthvað annað en þegar Sif Friðleifsdóttir var heilbrigðisráðherra, allt var látið reka á reiðanum og heilbrigðiskerfið í rjúkandi rúst eftir hana eins og reyndar Framsóknarflokkurinn allur.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bíddu nú við Ómar. Kom hann að málinu í hnút. Var hann að byrja í gær? - Ég hef ekkert verið að hæla Siv eða Framsóknarflokknum hér, þannig að seinni hlutann hjá þér skil ég nú ekki.

Haraldur Bjarnason, 30.4.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvar hefur Ómar verið?

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér fannst Björn Zoega segja vel frá þessu í 10 fréttum sjónvarpsins. Hann einfaldlega viðurkenndi að ekki hefði verið haft nægt samráð við hjúkrunarfræðinga og því hafi allt verið komið í hnút.

Haraldur Bjarnason, 30.4.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært hjá hjúkrunarfræðingunum og lélegt af heilbrigðisráðherra að láta þetta ganga svona langt.  Nú er kannski komin skýringin á því af hverju f.v. forstjóri ríkispítalanna hætti svona snögglega.

Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband