Ráðamenn sýnið þessu fólki loks virðingu
29.4.2008 | 18:05
Það er ákveðni og festa í þessari yfirlýsingu skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Skilaboðin eru skýr. Nú þarf heilbrigðisráðherra og hans fólk að tala við þessa starfsmenn heilbrigðiskerfisins og vinna í sátt og samvinnu að því að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að vaktafyrirkomulagið standist kröfur Evrópusambandsins og ekki síður starfsfólksins sem á að vinna eftir því. Það er ekki til neins að fresta þeirri vinnu og hafa hundóánægða starfsmenn í þessum mikilvægu störfum.
Lærið nú af þessu ráðamenn. Verið ekki endalaust að leika ykkur að því góða heilbrigðiskerfi sem við höfum. Hættið að ögra starfsfólkinu og láta ykkur dreyma um ohf og einkavæðingu. Við vitum hvað við höfum í íslensku heilbrigðiskerfi. Við getum treyst þeim sem vinna þar. Takið tillit til þessa fólks, sem þekkir allar aðstæður, sýnið því virðingu en ekki ruddaskap eins og verið hefur.
Uppsagnirnar standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er virkilega ánægð með þessi skilaboð hjúkrunarfræðinga. Vona að sá tími sé runnin upp þar sem heilbrigðisstéttir standi saman, og láti ekki endalaust "lempa" sig til hlýðni.
Það þarf að borga almennileg grunnlaun og þá 100% laun fyrir 80% vaktavinnu eins og mér skilst að sé gert sé á hinum norðurlöndunum.
Undanþáguheimildin vegna hvíldarákvæðisins er nýtt út um allt heilbrigðiskerfið, en sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar eru auðvitað "dýrasta" vinnuaflið og þeirra sérhæfing er örugglega mjög aðlaðandi fyrir "einkastofur" út í bæ!
Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:24
Gott innlegg í umræðuna Sigrún.
Haraldur Bjarnason, 29.4.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.