GAS!!! - GAS!!! - GAS!!! - Þetta átti að vera svona

Jamm svona átti þetta að vera. Ekki er nokkur vafi að löggurnar gerðu allt samkvæmt því sem fyrir þær var lagt, þegar þær úðuðu piparúðanum á fólk við Rauðavatn um daginn. Það segir hins vegar ekkert til hvort réttlætanlegt er að nota þetta sprey í einhverjum tilfellum. Ofbeldið sem felst í því er ekki til þess fallið að lægja öldur. - Jafnvel þótt fólk sé aðvarað áður og það margoft. - Tryllingslega GAS!! GAS!! GAS!! öskrið var aumkunarverðast fyrir viðkomandi lögregluþjón og gerði hann hálf afkáralegan í þessu öllu.

Löggan kennir í sínum fræðum meðferð svona ógnunarvopna og líklega eru til ákveðnar reglur um rafstuðsbyssur líka, hvað þá alvöru byssur. Spurningin er hins vegar hvort ekki þarf að endurskoða eitthvað námskrána í lögguskólanum og leggja meiri áherslu á mannlega þáttinn en ofbeldið.


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Sammála þér , eitthvað þarf að endurskoða kennsluna í lögregluskólanum, eða getur verið að löggan sem öskraði eins og óður maður hafi séð aðeins of margar amerískar bíómyndir ?

Skarfurinn, 28.4.2008 kl. 08:09

2 identicon

Alveg sammála, lögreglan er á rangri leið með svona ógnarstjórn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 08:11

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála þér Haraldur, ef þetta á að vera svona þá er eitthvað mikið að í lögreglunni. Það er hvorki gott fyrir lögregluna og virðingu gagnvart henni né fyrir almenning. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.4.2008 kl. 08:58

4 identicon

Voðalegur grátkór er þetta, þetta var piparúði for Christ's sake, ekki einu sinni táragas, smá sviði og enginn skaði. Mikið er ég orðinn þreyttur á þessu hysteríska væli.

Arngrímur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:28

5 identicon

ósamála þér. Löggan er Georgíu það er eh fyrir fólk að skoða! Kylfurnar svoleiðis látnar ganga á liðinu og táragas notað óspart ásamt vatnsbyssum og fleiru!Piparúði er það mildasta sem hægt er að nota á fólk og það er staðreynd.

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ókey Arngrímur og Óli. Þið hafið gaman að hasar. Mæli með bíómyndum.

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 09:57

7 identicon

Hvað átti löggan að gera?  Spreyja þessu án þess að vara fólk við hvað væri í vændum ef það forðaði sér ekki?

Bjarki (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:56

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bjarki hvorki sprey né annað árásarvopn lægir róstur. Annars kalla þeir þetta víst varnarúða hjá löggunni.

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 11:12

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Arngrími, án þess að ég mæli með þessu.... þannig. En mótmælin leystust upp ekki satt? Ágætis æfing fyrir lögguna

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 11:35

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Spurning hvort það var út af úðanum Gunnar. - Held að löggan eigi að nota svona búnað til að verja sig en ekki í sókn eins og þarna. - Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að ofbeldi leysi nokkurt mál.

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 11:38

11 identicon

Arngrímur! Svona piparúði getur verið miklu alvarlegra en smá sviði.  Skv. þessu: http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/522480/
Þá gæti þetta hæglega hafa drepið mig. 

Dr. Doctor (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:56

12 identicon

Þetta var náttúrulega ekki notað í sókn. Lögreglan var að fá fólk til að færa sig lengra frá. Fólk hunsaði tilmæli lögreglunar og því notaði hún úðann.
Það að fólk sé að hneysklast á því að hann haf öskrað "tryllingslega" er fáranlegt. Hversu reiðir væru allir ef að hann hefði ekki öskrað nógu hátt?
"Ég heyrði enga viðvörunun *væl* *væl* *væl*"

Maðurinn varð náttúrulega að öskra nógu hátt svo sem flestir heyrðu þetta.
Íslendingar mega alveg fara gera sért grein fyrir því hvað við eigum í rauninni blíða lögreglu.

K. Bergmann (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:28

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

ítreka bara það sem stendur í upphaflegum texta mínum. Tek undir að við eigum blíðar löggur, sem betur fer. Þær gerðu allt sem fyrir þær var lagt. Svo verður endalaust hægt að þrasa um hvort eitthvað réttlætti þær fyrirskipanir.

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 13:11

14 identicon

Það var tekið eins blíðlega á þeim og kostur var. ekki var notað táragas,gúmíkúlur,eða háþrístivatnsbyssur! alveg ótrúlegur væll hérna í gangi

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:39

15 identicon

og annað. Hvernig stendur á því að það eru allir vinstri grænir vælandi? Maður  gæti haldið að þetta beindist að þeim persónulega!

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:41

16 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Óli (ef þú heitir það) af minni hálfu snýst þetta aðeins um það sem ég setti fram í upphafi. Löggan gerði það sem fyrir hana var lagt. Ekkert væl í þeim efnum. og misfjafnt mat á því eins og gengur. -Ég get bara ekki séð að nein mál verði leyst með ofbeldi og stend við það. - Mér finnst hún svoldið merkileg þessi vinstri-græna kenning þín, ég hef ekki spurt neinn um flokksskírteini sem gefur komment hér. Þú ert bara í öðrum heimi en ég hvað samskipti fólks snertir og ekkert annað um það að segja.

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband