Skagastrætóinn er hrein snilld
16.4.2008 | 10:41
Já Skagastrætóinn er hrein snilld og ekki er ég hissa á aðsókninni í hann. Sjálfur reyndi ég þetta í fyrra. Þá þurfti ég að fara frá Egilsstöðum til Akraness, sem sagt enda á milli á landinu og varla til lengri leið að fara. Eftir tæplega klukkutíma flug frá Egilsstöðum var ég í Vatnsmýrinni og gekk þar rétt út fyrir flugstöðina. Beið í einhverjar mínútur eftir strætó númer 15, sem ég gat tekið alla leið í Mosó. Með skiptimiða að vopni fór ég svo þar inn í strætó númer 27 nokkrum mínútum síðar og beint upp á Akranes.
Einfaldara gat það ekki verið og ferðin í heild frá Egilsstöðum til Akraness tók ekki nema rúma 2 klukkutíma. Að vísu kostaði flugið eitthvað um 10 þúsund kallinn en innan við 300 kall í strætóinn. Svo eru Skagamenn víst komnir með frítt í strætó innanbæjar núna og fylgja þar fordæmi Akureyringa og Egilsstaðabúa en góð reynsla er af ókeypis strætó á þessum stöðum. Eitthvað sem einhver af borgarstjórnarmeirihlutunum í Reykjavík gæti lært af.
Akranesstrætó slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Umferðaröngþveitið gæti lagast í Reykjavíkurhreppi, ef þeir hafa frítt í strætó ("gefa frítt í strætó", eins og þeir orða það sjálfir).
Það er alla vega billegra en allar frakvæmdir sem hreppsbúar hrópa á þessa dagana, s.s. göng og mislæg gatnamót.
Benedikt V. Warén, 16.4.2008 kl. 10:50
Hugsa að þyrfti þá ekki eins mörg "misskilin" gatnamót í þeim hreppi.
Haraldur Bjarnason, 16.4.2008 kl. 10:52
Þeim hreppsbúun er vorkunn. Þeir rata ekki um hreppinn sinn, nema að fara fyrst á gatnamótin á "Miklumýrarbraut" til að átta sig á hvert þeir eiga að stefna næst.
Þarf ekki múkkinn að sjá sjóinn til að geta flogið??
Benedikt V. Warén, 16.4.2008 kl. 11:13
....þetta er nú bara skítkast Pelli og á ekkert skylt við það sem pistillinn snýst um......
Haraldur Bjarnason, 16.4.2008 kl. 12:48
Ég óttast það mjög Haraldur, að núverandi meirihluti í Reykjavík geta alls ekkert lært, það sé þeim bara ofviða að ná saman um svona einföld dæmi. Þeir eru meira að segja að monta sig af eigin tölum, hafa aukið fjölda notenda um milljón á ári með fríkortum.
Mér sýnist þetta vera allt í eina átt, til að ná að einhverju leiti utanum umferðarvandann þarf að hafa frítt í strætó.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 14:26
Það er líka ódýrara fyrir borgina að hafa frítt fyrir alla heldur en að vera með eitthvert afláttarkerfi fyrir suma, með tilheyrandi kortaveseni og kostnaði.- Auka nýtingu á strætó og spara í umferðarvmannvirkjum um leið.
Haraldur Bjarnason, 16.4.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.