Trúlegt eða hitt þó heldur

Það er í rauninni ótrúlegt oft á tíðum hvað forsvarsmenn olíufélaganna ímynda sér að hægt sé að telja fólki trú um. Meira að segja að ekkert samráð sé milli félaganna. Ef ekki er samráð milli þeirra, þá hlýtur það að kallast gegnsæi eða eitthvað álíka. Í það minnsta virðast aðgerðir þessara félaga vera nokkuð taktvissar og munurinn á verðlagi er yfirleitt það lítill að ekki tekur því að tala um hann.

Svo er síðasta setningin í fréttinni snilld, hvort sem hún er komin frá blaðinu eða olíumönnum. Að ekki sé prósentuálagning á eldsneyti heldur sé álagning krónur á lítra. Það vissu allir að ekki er hún evrur eða dollarar hér á landi, né einhver annar gjaldmiðill. Ekki er hún föst krónutala. Auðvitað er hún hlutfall af einhverju og er það ekki það sem kallað er prósentuálagning?


mbl.is Athugasemd frá Olís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú blessuð íslenska krónan orðin heimsgjaldmiðill.

lelli (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband