Skipulagt kaos heilbrigðisráðherra

Hvað er eiginlega að gerast í heilbrigðismálum hér á landi? Algjör pattstaða varðandi stærsta sjúkrahús landsmanna. Starfsfólkið varla virt viðlits og ekki talað við það um þá hluti, sem máli skipta. Er skipulega verið að grafa undir því frábæra starfi sem unnið hefur verið í heilbrigðismálum á Íslandi í áratugi? - Er heilbrigðisráðherra að búa til kaos til að einkavæðingarhugmyndirnar virki svo eins og frelsandi aðferð þegar þær koma í framkvæmd?

Einu samningafréttirnar sem berast úr heilbrigðiskerfinu eru fregnir af verktakasamningum og einkavæðingu á ýmsum sviðum, kannski einkavinavæðingu, ég veit ekki. Það virðist í það minnsta að heilbrigðisráðherrann sé ekki að ná utan um hlutina þegar 96 hjúkrunarfræðingar af gjörgæslu,- skurð- og svæfingasviði eru að hætta eftir hálfan mánuð. Eflaust situr ráðherrann bara rólegur og undirbýr lagasetningu eða nýtir sér einhverja glufu, sem til er um að framlengja uppsagnafrest. Ekki er maður þó viss um að starfsfólkið láti slíkt yfir sig ganga. 

Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu á ekki svona framkomu skilda og þjóðin ekki heldur. 


mbl.is Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér fannst nokkuð skírt í fréttum á RUV í gærkvöldi að aukin einkavæðing á spítalanum kæmi til greina.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Núna er bara hver að verða seinastur til að ganga til liðs við heilsuverndarstöðina ehf. Hún var akkúrat að byrja að bjóða uppá aðstöðu fyrir geðfatlaða á sama tíma og verið er að skera niður á geðdeild Landspítalans um 103 milljónir! Og svo má ekki gleyma að handhafar gullkorts Kaupþings fá 20% afslátt af þessu nýja einkasjúkrahúsi!

Hverjum datt eiginlega í hug að setja heilbrigðisráðuneytið undir sjálfstæðisflokkinn? 

Ísleifur Egill Hjaltason, 15.4.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta er nákvæmlega það sem er, Haraldur, starfsfólkið á LSH er ekki virt viðlits, það skiptir engu máli og er bara núll og nix á þessarri stofnun, þótt svo það beri uppi stofnunina og haldi deildum gangandi við lélegar aðstæður, ömurleg launakjör, mikið álag og mikla manneklu. Því það er nú bara þannig, að stjórnendur ofar deildarstjórum, eru EKKI það starfsfólk þessa spítala sem geta eignað sér nokkuð af þeim heiðri að halda deildunum gangandi dag, kvöld og nótt við þessar aðstæður.

Einkavæðing þarf ekki að vera slæm, hún getur veitt ríkisrekstri aðhald og samkeppni, sömuleiðis samkeppni um starfsfólk sem getur leitt af sér almenna launahækkun hjá ríkisrekna apparatinu - en einkavæðingin má ALDREI verða á kostnað þess, að þjónusta hins opinbera minnki. Í menntakerfinu hafa einkareknir skólar verið reknir við hlið ríkisskólanna og veita þar bæði starfsfólki og "notendum" frelsi og val um starfsvettvang, og hefur alls ekki verið slæmt.

Ísleifur: Heilsuverndarstöðin væri ekki það sem hún er í dag ef ekki sæti ráðherra Sjálfstæðisflokksins í stól heilbrigðisráðherra! Það veit ég sem fyrrverandi starfsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar. Þótt ástandið í heilbrigðiskerfinu sé á flestum stöðum mjög slæmt núna, var það alls ekki betra þegar Framsóknarflokkurinn réði þessu ráðuneyti - þá var virkilega allt í lamasessi í þessu kerfi, gerðist ekki neitt nema afturábak. Skrítið hjá þér, að lofa stofnun sem blómstrar vegna hugmyndafræði Sjálfstæðismanna en bölva þeim í leiðinni fyrir setuna í þessu ráðuneyti.....

Lilja G. Bolladóttir, 15.4.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk fyrir góð innlegg í umræðuna öll sömul. Lilja, það er rétt hjá þér. Einkavæðing upp að ákveðnu marki þarf ekkert að vera slæm, síður en svo. Hins vegar óttast maður að nú sé ýmislegt látið reka á reiðanum í heilbrigðiskerfinu til að réttlæta einkavæðinguna. Það er slæmt og sérstaklega gagnvart öllu starfsfólkinu sem þetta bitnar á og öllum þeim sem þurfa þjónustuna. Tek líka undir með þér varðandi starfsfólkið, sem heldur deildunum gangandi. Sjúkrahús er ekki bara stofnun með tæki í einhverju húsi. Starfsfólkið er það sem öllu skiptir. 

Haraldur Bjarnason, 15.4.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband